Vera - 01.08.1992, Blaðsíða 7

Vera - 01.08.1992, Blaðsíða 7
Mér Jlnnst ég heyra töluuerð þjóðlagaáhrif lya Kolrössu, sem m.a. hejur verið líkt við Risaeðluna. Þær vilja ekki kannast við þann skyldleika. - Það eina sem er líkt, er að i báðum hljómsveitum er söngkona sem spilar á fiðlu. Það er frekar að við minnum á Þursaflokkinn, en við hlustuð- um ekkert á hann fyrr en eftir að okkur var bent á það. Við hlustum líka á klassíska tónlist og blöndum henni líka inn í lögin okkar. Chopin, Beethoven og Carmina Burana eftir Carl Orff eru í uppáhaldi. Elísa söngkona vill ekki viðurkenna áhrif frá neinni sérstakri söngkonu, „syng bara eftir því hvað heyrist mik- ið í magnaranum“.Elísa hefur lært á fiðlu frá þvi að hún var átta ára. Hinar eiga ekki eins langt skipulegt tónlistarnám að baki, en hafa allar lært eitthvað. Þær segjast ekki hafa verið mjög góðar þegar þær byrjuðu að spila saman. „Við björguðum okkur alveg.“ Kolrassa Krókríðandi vakti fyrst verulega athygli þegar hljómsveitin bar sigur úr býtum í Músíktilraunum í april sl. Ég spurði þær út í tildrög þess að þær tóku þátt í keppninni. - Upphafiega takmarkið var að fá mynd af okkur í Mogg- ann. Við erum ekki mjög kven- legar á þeirri mynd, en það er bara betra. Minnstu munaði að við fengjum ekki að taka þátt í keppninni, þar sem við vorum of seinar að skrá okkur. Húkkuðum far í bæinn, þvi að enginn okkar hafði bílprófi Við unnum undanúrslitakvöldið með 70% fylgi áhorfenda, þar af voru aðeins þrír Kefivíkingar sem kusu. Sigurlaunin í keppninni eru stúdíótímar, sem ekki er vist að þær þurfi að nota, því að skömmu eftir keppnina var haft samband við þær frá Skífunni og þeim boðið að gefa út í nafni félagsins. Ekki hefur enn verið skrifað undir samn- inga, en þar sem stelpurnar eru allar ólögráða, þá verða foreldrar þeirra að skrifa undir samningana. Mamma Birgittu sér um fjármálin, en þær eru að leita að umboðsmanni. Hins vegar eru stelpurnar búnar að fá sér lögfræðing til þess að hafa nú örugglega allt á hreinu, enda hafa þær svolítið fengið það á tilfinn- inguna eftir stutt kynni af bransanum að menn haldi að það sé auðvelt að sleppa við að borga þeim, af þvi að þær eru svona ungar og þar að auki stelpur. „Ætlum ekki að fara illa út úr þessu." Þær segja að foreldrarnir standi á bak við þær, þó að e.t.v. finnist þeim að þær mættu eyða meiri tíma í námið. Þær Sigrún, Esther, Birgitta og Elísa eru allar í Fjölbrautaskóla Suðurnesja og segja að það sé erfitt að sam- eina skólann og hljómsveitina. „Við föllum allar á mætingu." Sigurinn í keppninni opnaði þeim margar aðrar dyr. Margir hafa haft samband við þær og það hefur verið mikið að gera. Þær hafa hitað upp fyrir ýmsar þekktar hljómsveitir, s.s. Síð- an skein sól, Vini Dóra og In Memorian (sem spilar thrash- rokk ef þið vissuð það ekki fyrir!). Þær spiluðu á Biórokki í Laugardalshöllinni 16. júní og þann 17. spiluðu þær í hvorki meira né minna en þremur bæjarfélögum, í Reykjavik, Mosfellsbæ og heimabænum Keflavik. - Fólkið í Keflavík á erfitt með að taka okkur alvarlega. Keflvikingar hafa gaman af að gera grín að okkur. Við vorum kallaðar Zeppelingengið þar í fyrra, af því að við vorum þær einu sem hlustuðum á Led Zeppelin. Nú hlusta allir á þá. Við erum að fara að halda fyrstu tónleikana okkar þar eftir að við unnum og við erum mjög spenntar að sjá hvernig okkur verður tekið. Ég get ekki stillt mig um að spyija þær um álit þeirra á því hvers vegna svonafáar stelpur spila rokk. - ímyndin, það samræmist henni ekki að spila í hljóm- sveit. Þær vilja allar vera eins, - veimiltítur. Við erum einu stelpurnar í Keflavik sem spil- um í hljómsveit. Hins vegar vitum við af einni kvenna- hljómsveit í Breiðholti, grunn- skólastelpur, gengur vist ekki neitt. Svo eiga stelpur oft minni peninga fyrir græjum en strákar, þeir hafa hærra kaup. Við þurfum að fá lánað hjá þeim. Þrjár okkar voru einu sinni í hljómsveit með tveimur strákum, en þeir vildu ekki gera neitt nýtt, bara halda sig við poppið, svo að við hættum. Hver er draumurinn? - Það væri gaman að prófa að spila annars staðar en á íslandi, spila á einum skítug- um sveitapöbb á Englandi... Ingibjörg Stefánsdóttir Myndir: Ólöf Björnsdóttir r/. Skattafsláttur, sjálfvirkur lánsréttur, öflugur lífeyrissjóður, lán til húsnæðismála og afburða ávöxtun fæst með þátttöku í RS. Réttumegin við stríkið með Reglubundnum sparnaði I*/ Rcghibundinn /•spmnaður "s-r 1 —— legtsparnaðarkerfisem hentar öllum þeim sem hafa áhuga á að vera réttu megin við strikið í fjármálum. Ávinningurinn er margfaldur: Þú eignast sparifé og ávaxtar það með öruggum og arðbærum hætti, átt greiðari aðgang að lánsfé, kemst í hóp bestu viðskiptavina bankans og nærð betri tökum á fjármálum þínum en nokkru sinni fyrr. Allt sem til þarf er að semja við bankann um að millifæra ákveðna upphæð reglulega inn á Grunn, Landsbók, Kjörbók eða Spariveltu sem saman mynda RS. Landsbanki Viðinngönguí RS færðu þægilega fjárhagsáætiunar- möppu fyrir heimilið og fjölskylduna. L Islands Banki allra landsmanna Allar nánarí upplýsingar fást i itarlegum bæklingi sem liggur frammi i næstu afgreiðslu Landsbankans 7

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.