Vera - 01.08.1992, Blaðsíða 30

Vera - 01.08.1992, Blaðsíða 30
Hin dyggðum prýdda kona er sem betur fer á undanhaldi. Það er ákveðinn púritanismi innan Kvennalistans sem fer svo í taugarnar á mér. J róttæk kvennahreyfing innan vébanda Kvennalistans, sem er í eðli sínu mjög róttækur. Sjáðu hvað hann hefur hrist upp í pólitíkinni! Þarf ekki að breyta einhveiju, eru Kvennalistakonur ekki orðnar of penar? - Hin dyggðum prýdda kona er sem betur fer á undanhaldi. Kvennalistinn má ekki gleyma húmornum. í húmornum getur falist ákveðinn broddur og við eigum ekkert að vera hræddar við hann. Við eigum ekki að vera hræddar við að vera við sjálfar, á okkar sokkabuxum og striga- skóm. Vera við sjálfar, með öllum okkar skammarstrikum, kvikind- isskap og öllu þessu sem við erum líka. Það er ákveðinn púrit- anismi innan Kvennalistans sem fer svo í taugarnar á mér. Getur alveg gert mig vitlausa. Hvernig lýsir hann sér? - Púritanismi hefur einkennt faghópinn minn og þvi er auðvelt íyrir mig að sjá hann í kvenna- hreyfingunni. Það er að vera svo heilagur og svo hvítþveginn að það sé aldrei hægt að finna á manni höggstað, hvorki blett á buxum né öðru. í púritanisman- um er ákveðin forræðishyggja. Þú ert alltaf að hafa vit íyrir öðrum af því að þú hefur meira vit sjálf. Ég hef ímugust á honum. Hefur þá Guðrún Helgadóttir rétt fyrir sér að Kvennalistinn sé flokkur hinna hreinu meyja? - Að hluta til er þetta flokkur hinna hreinu meyja. Málið er það að konur gera svo óheyrilega miklar kröfur til sjálfra sín að þegar við ætlum að gera eitthvað þá þurfum við að gera það 180% . Ekki 70% eins og venjulegt fólk myndi sætta sig við og við gerum kannski í prívatlífinu. Ætlar þú að standa þig 180% í borgarstjórn? -Nei, ég ætla að gera það sem ég get og í minu valdi stendur. Meira get ég ekki. Aðalatriðið er kannski að ég gleymi hvorki sjálfri mér né öllu sem er i kring- um mig. Ég held reyndar að rætur mínar séu þannig að það gerist ekki. Ég vona að ég sé búin að læra það mikið að kerfið gleypi mig ekki. Félagsráðgjafar eru sérfræðingar í að sætta sjónar- mið, finna millileiðir, slá af, finna út úr öðru, gera hlutina ásættan- lega o.s.frv. og ég finn það í pólitíkinni að ég er reiðubúin að hlusta á aðra. Ég er í pólitík út frá ákveðnum málum og málaílokk- um, ekki út frá sjálfri mér. Það má aldrei gleymast. Það er óþarfi að vera með sífelldar bókanir bara til að minna á sjálfa sig, það er hægt að fá sitt fram í faglegri umræðu í nefnd, koma málinu þannig í höfn. Málin eru mikilvægari en ég sjálf. Þannig störfum við Kvenna- listakonur og ég mun halda þeirri hefð. En getur grasrótin farið inn í þessar borgaralegu stofnanir? - Ég held að það sé alveg hægt að gera hvort tveggja. En það verður alltaf að vera virk grasrót við hliðina til að veita aðhald og þxýsta á. En hún verður einnig að veita konum, sem eru inni í kerfinu að vinna, stuðning. Mun ýlustráið Gunna Ö. breytast í stofublóm? - Nei, það verður aldrei. Það er furðulegt að fylgjast með körlum í pólitík. Það skiptir engu máli hvaðan þeir koma. Þeir samsama sig algjörlega kerfinu. Þeir verða allir steyptir í sama mótið eftir smá tíma. Þeir tala eins og bera málin eins fram. Það er mikill munur á borgar- ráði og borgarstjórn. Borgarráð, þó að það sé valdamikið apparat og allt gerist eiginlega þar, þá er það miklu óformlegra og þar verða oft mjög skemmtilegar um- ræður. En borgarstjórn er eins og Alþingi, allt er formlegra. Það er mjög gaman að starfa í nefnd- unum. Pólitík er ekki svart/hvít og það eru mörg góð mál í gangi. Katrín Fjeldsted kom t.d. nýlega með mjög skemmtilegar hug- myndir varðandi útivistarsvæði við Rauðavatn. Við getum verið pólitískt ósammála en ég vil hafa umræðuna faglega, ég kæri mig ekki um skítkast. Fyrir hverju munt þú beita þér í borgarstjórn? -Stjórn borgarinnar er víð- feðm. Holræsi, höfnin, gamli bær- inn, menningin, dagvistun, skól- ar, byggingar, lóðir, kvóti, nefndu það. Ég ætla að hafa viðtalstíma einu sinni í viku, mun byrja á því strax í október. Þá gefst fólki kostur á að hitta mig og ræða málin. Borgarfulltrúar eru kosnir af fólkinu og Reykvíkingar verða að gera sér grein fyrir því að þeir geta haft meira að segja, t.d. í hverfasamtökunum. Fólk verður að gera kröfur, setja þumalskrúf- ur á meirihlutann. Er það ekki undarlegt að það skuli alltaf vera afgreitt sem kvennamál þegar fólk vill hafa börnin sín í öruggri gæslu? Það hljóta að vera hags- munir allra foreldra án tillits til jress hvaðan þeir koma eða hvað þeir kjósa hverju sinni. Borgin er ekki í takt við þann raunveruleika sem íbúarnir búa við. Skólafríin eru t.d. allt of löng, enda miðuð við að börn þurfi að hjálpa til við sveitastörf. Mörg börn ganga sjálfala mánuðum saman. Raun- veruleiki barna er ekki fallegur. Er það sérstakt mál minni- hlutans að hafa góðar almenn- ingssamgöngur? Hvers vegna er vegur strætisvagna ekki gerður meiri þannig að fólk sjái það sem raunhæfan kost að ferðast með almenningsvögnum? Mánaðar- kort eiga að vera ódýrarí, það mætti vera frítt fyrir gamalt fólk á ákveðnum tímum dagsins - það á að fylla vagnana af fólki. Til þess þarf að hafa raunhæfa þjónustu. Ég vil líka fá ferð í Lækjarbotna eins og var í gamla daga, þannig að krakkar geti farið í Heiðmörk án mikillar íyrirhafnar, þar er yndislegt útivistarsvæði. Ég mun starfa í anda fyrir- rennara míns sem hefur staðið sig eins og hetja. Ég er auðvitað með hnút í maganum, það er bara mannlegt. Ég mun leggja mitt af mörkum til að koma okkar málum á framfæri og fá þau samþykkt. Að sjálfsögðu mun ég styðja allar góðar tillögur, sama hvaðan þær koma. Það er af nógu að taka og ég hlakka líka virkilega til. RV ELÍN G. ÓLAFSDÓTTIR hættir sem borgarfulltrúi Kvennalistans í september 1992 eftir 6 ára setu í borgarstjórn. 30

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.