Vera - 01.08.1992, Blaðsíða 39
EES-SAMNINGURINN
ER EKKIVEGABRÉF FYRIR KONUR
Hingaö til hefur umrœöan
um EES-aðiid og aölögun
aö Evrópubandalaginu fyrst
og fremst miöast viö hags-
muni atvinnulífs og fyrir-
tœkja en aörir þœttir hafa
oröiö út undan. í umrœðu
erlendis um aöild einstakra
ríkja aö EB hefur veriö bent d
aö hún muni líklega hafa allt
önnur dhrif d stööu kvenna
en stööu karla. Fullyröa má
aö viö gerö Rómarsátt-
málans áriö 1957, sem er
nokkurs konar stjórnarskrá
EB, og endurskoðun á hon-
um síðar hafi hagsmunir
kvenna ekki verið haföir aö
leiöarljósi fremur en endra-
nœr þegar mikilvœgar
ákvaröanir hafa veriö tekn-
ar. Konur hafa verið nœsta
áhrifalausar þar sem ráöum
hefur verið ráöiö. Þaö er því
ekki aö ástœðulausu aö fjöl-
margar konur í Vestur-
Evrópu og samtök þeirra
hafa sett spurningarmerki
viö þœr breytingar sem nú
eiga sér staö um alla álfuna.
Er líklegt aö sú hugmynda-
frœði, sem lögö er til grund-
vallar í Evrópubandalaginu
og evrópsku efnahags-
svœöi, sé til hagsbóta fyrir
konur? Eöa er e.t.v. eins
líklegt aö hagur þeirra sé
hreinlega fyrir borö borinn?
Hreyfanlegt vinnuafl
Einn þeirra þátta sem taldir
eru til mikilla bóta fyrir fólk
með aðild að EES er að hægt
Verður að fá vinnu hvar sem er
á svæðinu án nokkurra hindr-
ana. Konur nota ekki slíkan
rétt í eins miklum mæli og
karlar. Þær eiga yflrleitt erfið-
ara með að ílytja búferlum
vegna meiri bindingar af
fjölskyldu, sérstaklega meðan
börn eru ung og á skólaaldri.
Einnig taka þær meiri ábyrgð á
eldri fjölskyldumeðlimum og
þeim sem eiga við veikindi að
stríða og eru af þeim ástæðum
bundnar við ákveðna staði.
Konur á Norðurlöndum hafa
enn sem komið er nokkra
sérstöðu miðað við kynsystur
sínar annars staðar í Evrópu.
Norrænar konur vinna al-
mennt utan heimilis og er
atvinnuþátttaka þeirra sú
hæsta í heiminum.
Atvinnuleysi
Undanfarið ár hefur atvinnu-
leysi aukist hér á landi og er
það meira meðal kvenna en
karla. Það sama er uppi á
teningnum í löndum EB, nema
þar er atvinnuleysi viðast hvar
langtum meira en hér á landi.
Konur í EB eru minna úti á
vinnumarkaðinum en konur
hér á landi og vinna mjög
margar óreglulega vinnu við
hlutastörf og heimavinnu. Þær
hafa í ilestum tilvikum litið
atvinnuöiyggi og búa við rétt-
leysi að því er varðar trygg-
ingar og annað. Af þeim sem
búa við slíkt öiyggisleysi eru
75-95% konur.
Fjölskyldupólitíkin innan
EB byggir fyrst og fremst á því
að karlmenn séu fyrirvinnur
heimilanna en konur eigi að
gæta barna, sjúkra og aldr-
aðra. Nauðsynlegt er fyrir ís-
lenskar konur að reyna að gera
sér grein fyrir hvaða áhrif það
muni hafa á stöðu kvenna á
vinnumarkaði hér á landi ef
ísland verður hluti af 380
milljón manna vinnumarkaði
EES, þar sem ofangreind við-
horf eru ríkjandi. Ég er ekki
bjartsýn á að það muni verða
til hagsbóta fyrir konur.
Launamisrétti
Hér á landi hafa konur í fullu
starii að meðaltali aðeins um
60% af þeim launum sem
karlar fá fyrir sitt vinnufram-
lag. Innan EB er launamunur
milli kynja álíka mikill (Dan-
mörk er undanskilin), en ann-
ars staðar á Norðurlöndunum
er munurinn miklu minni. í
lögum EB er ákvæði um launa-
jafnrétti sem sett var inn árið
1975 vegna þrýstings frá
Frökkum. Þeir töldu að kynja-
jafnrétti væri meira hjá þeim
en í öðrum aðildarlöndum.
Vegna samkeppnisstöðu töldu
þeir því nauðsynlegt að slíkt
ákvæði yrði almennt í gildi
innan bandalagsins. Það var
þvi ekki af umhyggju íýrir
konum sem jafnlaunaákvæðið
var sett. Þetta ákvæði hefur
ekki haft þau áhrif innan EB
að laun kvenna hafi hækkað
frekar en hér á landi. Ákvæðið
er meira að segja svo veikt að
þótt EB-dómstóllinn dæmi
konum í hag sem kærðu
launamisrétti breytti það
engu, konurnar fengju eftir
sem áður lægri laun en karlar
í því íyrirtæki.
í flestum EB-löndum er
verkalýðshreyfingin mjög veik.
Aðeins 20% launamanna eru í
verkalýðsfélagi. Konur á ís-
landi hafa margar hverjar ekki
talið ráðandi öfl í verka-
lýðshreyfingunni taka tillit til
kvenna, en hvaða aíleiðingar
mun það hafa ef samstaða
launafólks verður brotin niður
í enn meira mæli en nú hefur
verið gert?
Velferðarkerfið
í flestum ríkjum EB er vel-
ferðarkerfið veikara en hér á
landi. Konur eru almennt háð-
ari velferðarkerfinu vegna
stöðu sinnar innan Qölskyld-
unnar. Skattlagning fýrirtækja
í EB er minni en hér á landi og
mun samræming á sam-
keppnisstöðu fyrirtækja leiða
af sér lækkun skatta á þeim.
Slík samræming mun þurfa að
eiga sér stað að einhverju leyti
óháð þvi hvort við gerumst
aðilar að EES eða ekki. Hingað
til hefur ekki verið lögð fram
nein áætlun um hvernig skuli
bregðast við vegna lækkunar
skatta á fyrirtækjum. Er
ætlunin að skera enn niður í
velferðarkerflnu eða á að skera
niður annars staðar?
Þótt fæðingarorlof hér-
lendis sé allt of stutt er það
þó lengra en í flestum EB-
löndum. Nýlega ákvað fram-
kvæmdastjórn EB að mæla
með því að fæðingarorlof verði
stytt í löndum þar sem það er
lengra en 14 vikur.
Konur eru éhrifalausar
Áhrifa kvenna hefur gætt allt
of lítið í heiminum, gildir þar
einu um hvers konar stjórn-
skipulag er að ræða. Menn eru
nú í auknum mæli að gera sér
grein fyrir því að ef takast á að
snúa mannkyninu af braut
þeirrar sjálfseyðingar sem það
er nú á verður að veita sjónar-
miðum kvenna hlutdeild í
stjórn samfélagsins. Það
stjórnkerfl sem er við lýði i EB
tekur ekki mið af þessum
sjónarmiðum. Konur eru fáar í
æðstu stöðum, hvort sem um
er að ræða embættismanna-
kerflð eða það pólitíska. í
miðstýrðum kerfum er hlutur
kvenna fyrir borð borinn og
gildir þá einu hvort hagkerfið
er kennt við fijálsan markað
eða sósíalisma. Konur hafa
rnest áhrif þar sem eining-
arnar eru minni og valddreif-
ing er höfð að leiðarljósi. Hug-
myndafræðin að baki EB og
EES er langt frá því að taka
mið af þörfum kvenna. Stjórn-
kerfið sem þar á að rikja er
bæði miðstýrt og ólýðræðis-
legt.
Segja má að flestar konur
innan EB séu enn í kjallara
þjóðfélagsins. Konur á Íslandi
eru að jafnaði betur settar og
annars staðar á Norðurlönd-
unum hafa þær verið að flkra
sig hægt en örugglega upp á
efri hæðir þjóðfélagsbyggingar-
innar. Mun aðlögun að
Evrópubandalaginu með þátt-
töku í EES verða til þess að
auðvelda konum að ná bættri
stöðu? Fátt bendir til að svo
muni verða.
Þar sem hámarksgróði og
aukinn hagvöxtur er höfuð-
markmiðið lúta jafnréttissjón-
armið í lægra haldi og lítið tillit
er tekið til barna og þeirra sem
eldri eru og veikburða. Afleið-
ingar slíkrar stefnu bitna
frekar á konum en körlum.
Það þarf þvi ekki að koma á
óvart að konur eru íjölmennari
í hópi þeirra sem efast um
ágæti aðlögunar að Evrópu-
bandalaginu og þeirrar stefnu
sem þar er ríkjandi.
Kristín Einarsdóttir,
þingkona Kvennalistans
39