Vera - 01.08.1992, Blaðsíða 36

Vera - 01.08.1992, Blaðsíða 36
JODIE FOSTER BARNASTJARNA MEÐ FRAMTÍÐ Alicia Christian Foster kvað ekki gorta af afrekum sínum á sviði kvikmyndalist- ar, þótt mörgum þætti ástæða til. Hún hefur leikið í ileiri myndum en stórstjörnur á borð við Meril Streep, Kathleen Turner og Debra Winger. Aðeins þrettán ára var hún tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í mynd Martin Scorsese „Taxi Driver" og hún hefur í rúma tvo áratugi hlotið einróma lof fyrir hlutverk sem hún hefur túlkað á sinn sérstæða hátt, hvort sem þau hafa talist stór eða smá. Ósk- arinn hefur tvívegis fallið henni í skaut, fyrst fyrir leik sinn í myndinni „The Accused“ (1988) og aftur á þessu ári fyrir hlutverk sem Clarice Starling í myndinni „Silence of the Lambs“ (1991). Hún kom fyrst fram opinberlega aðeins þriggja ára gömul í auglýs- ingum í bandarísku sjónvarpi og fékk fyrsta hlutverk sitt í sjónvarpsþætti tæpra sjö ára. Sjónvarpsþættirnir áttu eftir að verða margir svo og bíó- myndir framleiddar fyrir þann miðil. Tæplega tíu ára birtist hún á hvíta tjaldinu i mynd er nefnist „Napoleon og Sam- antha“; það var árið 1972, frá þvi eru liðin 20 ár og nú í ár, nánar tiltekið þann 19. nóvember, heldur leikkonan Jodie Foster upp á þrítugs- afmæli sitt. Það eru ekki margar barna- stjörnur sem eiga framtíð fyrir sér í hverfulum heimi kvik- myndanna og auðnast fáum ferill á hvita tjaldinu fram yfir unglingsár. Jodie Foster er þar alger undantekning. Starfs- ferill hennar i kvikmyndum hefur verið óslitinn frá barn- æsku, ef frá er talinn tími sem hún eyddi i nám. Henni hefur auk þess tekist að komast heil og sterk frá þeirri pressu og álagi sem hlýtur að fylgja því að alast upp í draumaverk- smiðjunni Hollywood. í erfiðri og eilífri baráttu um hlutverk komast þeir helst áfram sem hafa til að bera nægan styrk, dirfsku og þor til að taka áhættu. Móðir Jodie hefur verið bakhjarl dóttur sinnar og umboðsmaður frá upphafi. Það er ekki síst að þakka hennar skynsamlegu og móð- urlegu ráðstöfunum við val á hlutverkum handa dóttur sinni hversu mjög nafn Jodie hefur greipst í huga okkar sem fylgjumst með í heimi kvik- myndanna. Við sem erum á svipuðum aldri og Jodie Foster og höfum fylgst með henni „eldast" með okkur í sannfær- andi kvikmyndahlutverkum, finnst hún standa i nánu til- finningasambandi við bernsku okkar og unglingsár og þvi er nokkuð sterk tilhneiging hjá mörgum að vilja „eigna“ sér Jodie eða þær persónur sem hún hefur gætt svo raunveru- legu lífi í gegnum árin. Frá því að Jodie birtist fyrst á breiðtjaldinu hefur hún verið tákn hins bráðþroska barns sem fer sínar eigin leiðir og heldur reisn sinni hvort sem persónan sem hún leikur er aivegaleidd ellegar utangarðs. Sérstaklega minnisstæð hlut- verk úr eldri myndum hennar eru í „Taxi driver“ (1975) og „Bugsy Malone“ (1976) þar sem Jodie nær að skapa tvær ógleymanlegar persónur: Hina bráðþroska írisi í mynd Mart- ins Scorsese, 12 ára stúlku, sem strýkur að heiman og gerist vændiskona í stórborg- inni New'York, ogTallúlu, hina veraldarvönu „femme fatale“, í söng og dansmynd Alans Park- ers þar sem öll hlutverkin eru í höndum barna og unglinga. Fýrir leik sinn í hlutverki ungu vændiskonunnar, írisar, var Jodie tilnefnd til Óskarsverð- launa og þá var lýðum orðið ljóst að mikils væri að vænta af þessari ungu leikkonu. Og Jodie hefur enn ekki brugðist aðdáendum sínum, hún hefur leikið sterkar og um margt óvanalegar kvenhetjur og hef- ur fyrir vikið orðið að eins konar tákni fyrir nýja kynslóð kvenna í skemmtanabrans- anum. Konurnar sem Jodie leikur eru sjálfstæðar og hug- rakkar og eiga sér framtíð sem virðist vera óháð yfirráðum karla. Jodie er sjaldan þessi venjulega draumadís, kyn- bomba eða leikfang, sem á sér eingöngu líf innan veggja karl- veldisins, en þrátt fyrir það eru persónur hennar á einhvern hátt „kynferðislegri“ og raun- verulegri en margar þær kven- týpur sem skapaðar eru í bandarískum myndum. Þótt Jodie taki að sér hlutverk sem margar blómarósir í Hollywood kysu fremur að sniðganga. hefur hún líka þurft að beijast fyrir þvi að fá hlutverk sem höfðuðu sérstaklega sterkt til hennar. Eitt slíkt var hlutverk Söru Tobiasar í myndinni „The 36

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.