Vera - 01.08.1992, Blaðsíða 20

Vera - 01.08.1992, Blaðsíða 20
I ASTARBRIMA „Hvaö er œöahnúturinn" spuröi ég rúmlega þrítugan karl um daginn, en ég haföi nýlega heyrt hugtakiö notaö um ákveðinn skemmtistaö hér í bœ. Þaö stóö ekki á svarinu: „Þaö er þar sem ungir strákar fara og leita eftir óvenjulegri kynlífsreynslu. Þar geta þeir lent í því aö vera meö konu sem er aö brenna út og fá þann óvenjulega heiður aö veita henni síðasta dráttinn... sem hún leggur allt í". Þegar ég var á Spáni á stúdentsferðalagi fyrir þó nokkrum árum sáum viö, ég og vinkonur mínar, tvœr konur á sextugsaldri á skemmtistaö meö ungum Spánverjum. Okk- ur þótti þetta vœgast sagt ógeöslegt!!! Eins gott aö mömmur okkar og ömmur voru ekki svona! Nýlega frétti ég af íslenskum eldri herra sem var í hópferö í Tœlandi. Þar fékk hann sér eina unga tœlenska, sem þjónaöi honum í öllu þann tíma sem hann var á staðnum. Samferðafólkinu fannst þetta bara sniðugt. „Þaö er nú dugurí honum enn, karlinum!" Af hverju finnst okkur svo sætt að sjá gömul (helst hvithærð) hjón leiðast úti á götu og styðja hvort annað, en hryllir við ef við sjáum ástfanginn 45 ára karl leiða sjötuga ástmær sina? Getur verið að við, fullorðnu börnin, eigum erfitt með að sætta okkur við þá tilhugsun að pabbi og mamma og afi og amma hafi langanir og stundi kynlíf? Eða á eigingirnin og sjálfselskan hlut að máli? Hvað ef mamma fengi nú leið á því að passa fyrir okkur, bjóða okkur í mat, segja okkur nýjustu kjaftasögurnar, hrósa okkur og hæla íyrir dugnaðinn og færi í staðinn til útlanda með manni að eigin vali? Tæki upp á þvi að eyða arfinum, eða því litla sem hún á, í einhvern karl, i stað þess að kaupa á börnin okkar? Sleppti jólaboðunum? Sættum við okkur kannski frekar við að pabbi fái sér nýja konu, því þá erum við laus við að þvo af Kynlíf tekur að sjálfsögðu á sia breýtta mynd með hærri aldri og auknum þroska oa fjarri fer því ao kynmök þurfi alltaf til að aldraðir einstaklingar telji sig njóta góðs kynlífs. honum, taka til hjá honum og hafa hann sí og æ í mat. Er ávinningur að því fyrir okkur að mamma lifi í ekkjudómi en að pabbi nái sér i nýja eftir fráfall mömmu? Nú er því svo háttað að mann- eskjan er kynvera og er kynþörfln fyrir hendi alla ævi. Konur hafa greint frá þvi að þær finni fyrir sterkari kynhvöt eftir tíðahvörf og að þessi tilfinning hafi komið þeim á óvart. Þær samsvöruðu ekki beint innrætingunni sem þær fengu í æsku um sextíu, sjötíu ára kerlingar sem mændu girndaraugum á þrítuga karl- mannsbossa. Skilaboð þjóð- félagsins til eldri kvenna eru og hafa verið að þær séu ekki eins aðlaðandi og á yngri árum, að þær eigi að haga sér eftir aldri, vera virðulegar. Kynferðislega dauðar! Margar erlendar kann- anir á viðhorfum almennings til kynlífs aldraðra hafa líka sýnt að fólk telur að gamalt fólk búi ekki yfir kynlífslöngun, að það sé svo veikbyggt að kynmök geti verið því skaðleg, að gamalt fólk sé óaðlaðandi líkamlega og vekji þvi enga löngun hjá öðrum og að gamlar konur eigi ekki að vera með ungum mönnum. Aldraðir eru hluti af þjóðfélag- inu og búa því sjálfir yfir svip- uðum viðhorfum til kynlifs aldraðra og aðrir þjóðfélagsþegn- ar. Sjötíu og fimm ára gömlum ekkjum finnst t.d. sjálfum ekki við hæfi að leita upplýsinga um kynlífsgetu eftir hjartaáfall, þó svo að þær myndu þiggja upplýsingarnar væri þeim boðið upp á þær. Það er einmitt hið sorglega, að mati sumra, að vegna eigin fordóma ná aldraðir því ekki að þroskast sem kynlífs- verur og njóta kynlífs fram í háa elli. Sem þeir svo sannarlega geta ef áhugi og tækifæri er fyrir hendi. Kynlíf tekur að sjálfsögðu á sig breytta mynd með hærri aldri og auknum þroska og fjarri fer því að kynmök þurfi ávallt að vera viðhöfð til að aldraðir einstakling- ar telji sig njóta góðs kynlífs. Hjá þeim hefur eðli ástar og kynlífs minna að gera með ástarfuna en blíðu, væntumþykju, skiining, snertingu, hlýju og likamlega nærveru. Heilbrigðir einstakling- ar geta likamlega stundað kynlíf fram i háa elli. Niðurstöður rannsókna á kynlífi kvenna eru að aukinn aldur einn og sér hafi engin áhrif á hæfni þeirra til að njóta kynlífs. Líkam- legar breytingar hjá konum má rekja til minnkandi framleiðsfu á kvenhormóninu estrogeni, sem og til almennrar ellihrörnunar. Helstu breytingar eru að slímhúð í leggöngum þynnist, leggöngin sjálf styttast, þrengjast og tapa sveigjanleika og það dregur úr slímmyndun við kynferðislegt áreiti. Fitumagn við skapabarma minnkar einnig. Hjá sumum kon- um valda þessar breytingar óþægindum við samfarir, kláða og hugsanfega blæðingum. Óþæg- indin koma frekar fram hjá kon- um sem stunda kynlif lítið sem ekkert, heldur en hinum sem eru virkar í kynlífinu. Þannig getur eldri kona sem nýtur kynlífs 20

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.