Vera - 01.12.1994, Page 2
I iöari
tii 1 li
til ad breyta
Þaö var bæöi skrýtiö og skemmtilegt aö
koma aftur til starfa hjá VERU nú í október -
eftir 10 ára hlé. VERA er oröin bæöi stærri
og sterkari, hún hefur eflst og þroskast og
ég finn að þaö er hlustað á hana. Skýringin
á veru minni hér er sú að hún Ragnhildur
Vigfúsdóttir er búin aö eignast dóttur og
komin í fæðingarorlof, en ég verö hér á með-
an. Og þaö er ég viss um aö lesendur VERU
senda þeim mæðgunum þestu kveöjur.
VERA birtist
nú í nýjum bún-
ingi og vona ég
aö hann falli les-
endum vel í geö.
Þaö er eðli þeirra
sem vaxa og
þroskast aö vilja
skipta um föt
ööru hvoru og
þaö hefur VERA
gert af og til á
lífsleiöinni. Og
viö vorum svo
heppnar aö fá
Höllu Helgadótt-
ur í Grafít til aö
gefa blaðinu
þennan nýja bún-
ing.
Þegar líöur aö
áramótum lítur maöur stundum yfir farinn
veg og íhugar hvort maður hafi gengiö til
góös, götuna fram eftir veg, enda er bæöi
hollt og gott aö staldra viö annaö slagiö og
hugsa sinn gang. Viö tölum við ýmsar af-
rekskonur og hvundagshetjur 1 þessu síö-
asta blaði ársins, konur sem hafa náö langt
á árinu eða látiö til sín taka með einhverjum
hætti. Sú sem fýrst kemur í hugann í því
sambandi er Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, en
meö kjöri hennar í embætti borgarstjóra er
kvennahreyfingin m.a. aö sjá árangur erfiöis
síöustu ára og áratuga.
Að þessu sinni eru jólin haldin viö erfiða
fjárhagsstööu fjölskyldnanna í landinu enda
hefur álögum á þær ekki linnt á þessu kjör-
tímabili. Aögeröir rikisstjórnarinnar hafa
skert ráðstöfunarfé meðalfjölskyldunnar um
hundruö þús-
unda króna ár-
lega og víst er
að um þessi jól
verður sums
staöar hartí búi.
Því vil ég hvetja
þá sem eru af-
lögufærir til aö
muna eftir
Mæðrastyrks-
nefnd og öörum
líknarfélögum.
Þegar þetta er
skrifað eru sjúkra
liðar í erfiðu verk-
falli og verkalýös-
félögin undirbúa
kröfúgerðsínafýrir
komandi kjara
samninga. Úrslit
kosninganna snemma á næsta ári munu
einnig hafa áhrif á lífskjör þjóðarinnar á
næstu árum.
VERA vonar aö þrátt fýrir allt eigi allir les-
endur hennar, og fjölskyldur þeirra, gleöileg
jól og óskar þeim bættra kjara og betri rikis-
stjórnar á nýju ári.
Sonja B. Jónsdóttir
blað kvennabaráttu
6/94 -13. árg.
Pósthólf 1685
121 Reykjavík
Sími 91-22188
Fax 91-27560
útgefandi
Samtök um kvennalista
forsíða
Kristín Arngrimsdóttir
ritnefnd
Auöur Styrkársdóttir
Björg Árnadóttir
Drífa Hrönn Kristjánsdóttir
Guðrún Ólafsdóttir
Kristín Jónsdóttir
Nína Helgadóttir
Ragnhildur Helgadóttir
Rannveig Traustadóttir
Sigríöur Ingibjörg Ingadóttir
ritstýrur og ábyrgðarkonur
Ragnhildur Vigfúsdóttir
Sonja B. Jónsdóttir
skrifstofustýra
Vala S. Valdimarsdóttir
útlit og tölvuumbrot
Grafít - Halla Helgadóttir
Ijósmyndir
Bára o.fl.
auglýsingar
Áslaug Nielsen
Sími: 91-641816
Fax: 91-641526
filmuvinna
Prentþjónustan hf.
prentun
Frjáls fjölmiölun
bókband
Flatey
plastpökkun
Vinnuheimilið Bjarkarás
© VERA ISSN 1021-8793
ath.
Greinar í VERU eru birtar á ábyrgö höfúnda
sinna og ern ekki endilega stefria útgefenda.