Vera - 01.12.1994, Qupperneq 3
nema möðurástin
Miðbamið mitt er að breytast úr mömmu-
strák í pabbastrák. Eitt kvöldið var ég að
segja pabba hans frá sálfræðikenningu
sem mér finnst svo skemmtilega skáldleg:
Þegar stelpur vaxa úr grasi þurfa þær aö-
eins að stíga örfá skref frá mæðrum sínum
og inn í kvenhlutverkið sem bíður þeirra.
Strákar þurfa hins vegar að yfirgefa mæð-
ur sínar og finna brú yfir fljótið sem skilur
þá frá feðrum sínum.
- Nú er Ásgeir á leiðinni yfir brúna til þín,
lagði ég út af kenningunni. Þá gall í Brynju,
þriggja ára, sem viö héldum að svæfi:
- Má ég fara með Ásgeiri yfir brúna?
Brynju líður nú samt ósköp vel í sínum
kvennaheimi og hefur takmarkaöan áhuga
á að fara yfir brúna til föður síns.
- Við erum konur, mamma, hefur hún
sagt við mig slðan hún fékk málið. í leik-
húsi þriggja ára prímadonna er móðirin
langeftirsóttasta kvenhlutverkið. Það er að-
alhlutverkið sem keppt er um daglangt I
leikskólanum. Þegar ég sæki hana segir
hún mér að hún sé mamman og ég sé Lill-
an. Ef mér veröur á að kalla hana Brynju
segir hún ströng:
- Ég heiti Björg Árnadóttir.
Svo förum við eitthvað að dunda og hún
segir við mig blíðum rómi:
- Lillan mín, ég verð að skreppa og
taka viðtal! Og bætir viö í skýringartóni:
- Það gera mömmur.
Mamman sem þetta skrifar tekur stundum
viðtöl fyrir Veru. Þegar ég tók að mér að
skrifa þennan pistil spurði ég hvaða umfjöll-
unarefni væru forboðin um þessar mundir.
- Þú mátt skrifa um allt nema móðurást-
ina, það eru skilaboö frá lesendum, var
svarið. Ég var að koma úr leikhúsi með
dóttur minni. Hafði setið með hana, haldið
henni þétt upp að mér, skynjaö leikritið
með augum hennar og eyrum. Ég var hálf-
klökk og hissa á heiminum eftir þessa
helgistund okkar. Ég lofaöi aö skrifa ekki
um móöurástina þó að mig langaði ekki til
að skrifa um neitt annað. Auðvitað á orðiö
móðir að vera útlægt úr Veru. Það eru svo
margar konur sem ekki eru mæður!
Ég hef alltaf talið mig málsvara „öðruvísi-
leikans” og predikað frelsi kvenna til að
vera einhleypar, barnlausar, fatlaðar, lesb-
íur, gyðingar, grænmetisætur... En mér
finnst ansi hart ef mæður eru orðnar kúg-
aður minnihlutahópur innan kvennahreyf-
ingarinnar. í húsum þar sem konur hittast
til að ræða kvennamál eru oft leikhorn, en
börnin eru litin hornauga. Ég skil vel að
konur sem hafa fengið pössun fyrir börn
sín þoli ekki truflun af grátandi krökkum
annarra kvenna, enda tek ég ekki börnin
með nema í neyö. En ég er líka frekar farin
að stunda félagsstörf þar sem barnapöss-
un er praktískt en ekki hugmyndafræðilegt
vandamál, og börnin eru oft virkjuð í þágu
málstaöarins.
Oft er sagt aö erfitt sé aö virkja ungar
konur í kvennabaráttu. Mér finnst það
ekkert skrýtið ef litlar stelpur fá þau
skilaboö að þær séu ekki velkomnar. Ég
held aö kvennahreyfingin ætti að fara að
huga betur að nýliðuninni.
Björg Árnadóttir
Höjundur cr blaðamathir, dagskrárgerðarmaður og kmnari
þema
Afrekskonur og hvundagshetjur 12-24
Eins og stórt skip 12-13
Frá hvirfli til ilja 14
Ófrjóar eftir botnlangaskurð 15
Sönggleöi 17
Vaknaðu kona! 18-20
fastir liöir
Pistill 3
Athafnakonan 4
Frumkvöðullinn 6
Amnesty international 50
Plús og mínus 51
Pistill Auöar Haralds 53
Úr síðu Adams 54
viötöl
Eins og nagli I vegg! 7
Stelpur vilja bara vera prinsessur 45
greinar
Kvennapólitík til hægri 10
Vangaveltur 11
Launamál - kvennamál 37-39
Kvennabarátta I Bandaríkjunum 40
Stelpur vilja bara vera prinsessur 45
jólin
jólin 26-36
fnisyfirlit