Vera


Vera - 01.12.1994, Qupperneq 7

Vera - 01.12.1994, Qupperneq 7
Loksins, loksins! Þetta voru fyrstu viðbrögð margra kvenna viö þeirri fregn að við ritun nýrrar kristnisögu hefði verið ráðinn kven- kyns sagnfræðingur til að skrifa ákveðna kafla um hlut kvenna í kristnisögunni og annast ráðgjöf varðandi hiö kvenlega sjón- arhorn. Loksins á ekki að gleyma því aö hér á landi hafa búið konur jafnlengi og karlar og kominn tími til að þess sjáist einhver merki þegar saga þjóöarinnar er færð í let- ur. Alþingi íslendinga minnist 1000 ára af- mælis kristnitökunnar árið 2000 meö út- gáfu íslenskrar kristnisögu og kostaði það nokkur afskipti kvenna aö koma sjónarmiði þeirra að við þessa söguritun. Meðal annars gengu konur úr áhugahópi um kvennarann- sóknir á fund Hjalta Hugasonar ritstjóra og reifuðu málið. Konan sem ráðin var til starfans er Inga Huld Hákonardóttir sagn- fræöingur og er hún jafnframt aö undirbúa málþing um konur og kristni sem haldið verður í vor. Inga Huld hefur starfað sem blaöamaður og skrifað nokkrar bækur, m.a. bókina Fjarri hlýju hjónasængur sem vakti ífcag' fór aö skrifa bókina Fjarri hlýju hjónasængur. 5lf UriotiiitöUu iþjóöliilönr „Ástæðan fyrir því að ég hóf rannsóknirnar sem liggja að baki þeirri bók er sú að fólk hafði veriö að spyrja mig hvort það gæti ver- ið satt að konum hafi raunverulega verið drekkt fyrir barneignir og skírlífisbrot. Ég fór þá að kanna allt mögulegt í kringum Stóra- dóm. Hann tengdist stjórn og eftirliti með hjónaböndum og barneignum, sem hafa svo mikil áhrif á líf kvenna. Þá kom í Ijós að það reyndist auðvelt að finna fjölda kvenna, t.d. á sakaskrám, og kirkjan lét þessi mál mikið til sín taka frá fyrstu tíð. Þannig var ég lent á kafi í kirkjusögunni án þess að hafa bein- línis ætlað það og þá rann jafnframt upp fyr- ir mér hvað áhrif kirkjunnar voru víðtæk. Þaö hefur hins vegar verið hefö viö ritun kirkju- sögunnarað hafa konurnarekki með. Kirkju- mikla athygli þegar hún kom út árið 1992. Aðrar konur sem koma að þessu verki eru þær Þórunn Valdimarsdóttir sagnfræöingur, Ásdís Egilsdóttir bókmenntafræðingur og Guðbjörg Kristjánsdóttir listfræðingur og veröa hugsanlega fleiri. „Það er óskaplega spennandi að fá að taka þáttí þessu verkefni," segir Inga Huld. „Þá hefð að skrifa söguna alfarið út frá sjón- arhóli karlmanna má rekja allt aftur til Forn- grikkja, en einn þeirra sagði reyndar aö sú kona væri best sem engar sögur færu af! Það var ekki fyrr en upp úr 1960 að farið var að huga að konum í mannkynssögunni og þá kom náttúrlega ýmislegt nýtt í Ijós. Það er mjög góður hópur sem vinnur að ritun kristnisögunnar núna, en auðvitaö er erfitt aö breyta vinnubrögöunum þegar menn hafa alltaf unnið eftir hefðbundnum leiöum. Nú þurfa þeir að setja sig f nýjar stellingar og þótt það gerist kannski ekki á einni nóttu er ég bjartsýn á að það takist. Anna Siguröar- dóttir er reyndar brautryöjandi hér á landi í ritun kvennasögu og hún hefur þegar lagt sitt af mörkum við ritun kristnisögunnar með bók um nunnuklaustrin tvö, sem voru hér á landi, á Reynistað og í Kirkjubæ. Sú bók er mjög mikilvæg því fýrri sagnariturum þóttu þessi klaustur ekki svo mikilvæg að þeir skrifuðu sérstaklega um þau I sínum út- gáfum af kristnisögunni." Um leið og farið er að leita að konum í sögunni og dyrunum að svartholi gleymsk- unnar lokið upp storma konurnar upp á yfir- borðið. Inga Huld segist eiginlega hafa dott- iö inn á þetta svið sagnfræðinnar þegar hún

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.