Vera - 01.12.1994, Side 8
og kristni
sagan er, eins og hún hefur veriö skrifuö,
ákaflega mikil stofnanasaga og konur hafa
ekki fengið aögang að þessum stofnunum.
Þannig hafa sagnfræðingar látið sér nægja
að skoða pappíra í skjalasöfnum stofnana
enda er það miklu þægilegra en að eltast
við lifandi fólk í alls konar annálum, sögnum
og þókmenntum."
Inga Huld hefur verið að kynna þetta
verkefni síðustu mánuðina og er þegar byrj-
uð á rannsóknarvinnunni. Hún segir að ný-
legar rannsóknir hafi leitt í Ijós að konur hafi
átt mikinn þátt í að útbreiða kristnina, fyrst
í Rómaveldi og síðar í Frakklandi og Þýska-
landi. Það sé því grunsamlegt aö Ari fróði
skuli ekkert minnast á konur í sinni kristni-
sögu, en íslendingabók hans er aðalheimild
okkar um kristnitökuna: „Þar er ekki getið
um að konur hafi átt neinn hlut að kristnitök-
unni. Ari fróði nefnir konur aðeins sem heim-
ildarmenn og þá sérstaklega Þuriði dóttur
Snorra goða sem hann segir bæöi „marg-
spaka og óljúgfróöa”. Ari fróði skrifaði undir
áhrifum frá klassískri sagnaritunarhefð og
hans saga er því aö vissu leyti stofnana-
saga rikis og kirkju og fjallar öll um karl-
menn, þar sem konur höfðu lítil sem engin
pólitísk réttindi á söguöld. Þaö er því forvitni-
legt aö bera saman ólíkar frásagnir íslend-
ingabókar af kristnitökunni hér á landi og
Þorfinns sögu Karlsefnis sem segir frá
kristniboöi á Grænlandi. í þeirri síðarnefndu,
sem gæti veriö byggð meira á arfsögnum,
ber kona ábyrgö á kristnitökunni, Þjóðhildur,
móðir Leifs heppna. Hún tók trú og lét gera
kirkju þar sem hún baö bænir sínar ásamt
þeim sem tóku kristni. Þessi kirkja var
kennd við hana og nefnd Þjóðhildarkirkja.
Sagan segir hins vegar að Eiríkur rauði, fað-
ir Leifs, hafi tekið því máli seint að láta sið
sinn og fylgir það sögunni að Þjóðhildur hafi
neitað að „halda samfarir við hann", eftir að
hún tók trúna.“
3lf cöltdfjáííunt snlnrtnimr
Nýjar rannsóknir á kristnisögunni benda
ennfremur til þess að á fyrstu þúsund árum
kristninnar hafi konur lagt stærri skerf til
menningarinnar en nokkurn tíma fyrr og síð-
ar. Þessi fyrstu þúsund ár var prestum ekki
bannað að kvænast og þá voru teknar alvar-
lega kristnar hugmyndir um það að sálin
geymdi í sér bæði karlmannlega og kven-
lega eölisþætti og líkaminn væri aðeins
þráðabirgðabústaður sálarinnar. Þær kenn-
ingar sem Kristur boðaði höföuöu mjög til
)
kvenna og þær áttu mikinn þátt í að útbreiða
þær. Konur af hástétt réðu oft feiknalegum
eignum og gátu fjármagnað starf kristinna
safnaða. Rit Aristótelesar meö kenningum
sínum um óæðra eðli kvenna voru lítt þekkt
á Vesturlöndum og heimur lærðra manna
stóð konum opinn fram á miðaldir:
„í einni kvennasögunni sem ég hef ver-
ið að lesa er því reyndar haldið blákalt
fram aö sjálfræði kvenna og lagaleg rétt-
indi hafi aukist mikiö fyrstu fimm aldirnar
eftir fæðingu Krists og í þeirri þróun hafi
kristnar konur verið í fararbroddi. Margar
konur létu líf sitt fyrir trúna, aðrar fjár-
muni, og þaö vekur mann til umhugsunar,
hvað viðhorf guðspjallanna til kvenna er á
ýmsan hátt ólíkt því sem síðar varð innan
kirkjunnar en þegar kristnin kom hingað
til íslands voru áhrif kvenna innan kirkj-
unnar meira og minna fyrir bl. Helga Kress
hefur leitt margvísleg rök að því að þegar
ritmenningin tók við af munnlegri menn-
ingu hafi áhrif kvenna minnkað þar sem
þær höfðu ekki sama aðgang að ritmálinu
og karlar. Þegar kristnirétturinn forni var
skráður um 1120 er alveg Ijóst að konur
máttu alls ekki vinna nein prestsverk, en
Anna Sigurðardóttir hefur skrifað
skemmtilega ritgerð um eina lagaklaus-
una þar sem segir að konur eigi að kenna
karlmönnum, allt niður í sjö ára gömlum,
að skíra börn, en sjálfar megi þær ekki
skíra börn nema í ýtrustu neyð! “
frh. bls. 55
JmKL -í
I ’ ’rJW ~ '
.isí