Vera - 01.12.1994, Page 14
frekskonur og hvundagshetjur
FRÁ
I
<
i
■n
r
Ástbjörg Gunnarsdóttir íþróttakennari
anum fyrir 45 árum og hefur kennt íþróttir
síðan. Hressingarleikfimina hefur hún kennt
í íþróttasal Laugarnesskóla frá upphafi en er
nú einnig með leikfimihóp á Seltjarnarnesi.
En hún hefur ekki alveg einskorðað sig við
konur þvl karlar hafa komið I leikfimi til Ást-
bjargar sl. 17 ár.
„Ég byrjaöi með einn hóp í tilraunaskyni
haustiö 1959,“ segir Ástbjörg, „og síðan vatt
þetta upp á sig. Ein kona hefur verið með mér
sleitulaust frá upphafi, en margar hafa verið í
33-34 ár, þannig að við höfum fylgst að og elst
saman. Síðan hafa alltaf bæst nýjar konur í
hópinn og í dag eru þær á aldrinum 26-74 ára.
Annars hugsum við þetta ekkert út frá aldri,
tíminn er afstæöur og aldurinn líka og það sem
skiptir máli er að við eigum saman góðar
stundir." Ástbjörg leggur áherslu á að hafa
fjölbreyttar æfingar, allt frá hvirfli til ilja, í sinni
hressingarleikfimi og notar mikið músík. „Ég
flétta saman liðkandi, styrkjandi, þol- og
þrekæfingum ásamt dansspuna og legg þá
misjafnlega mikið á konumar, eftir því hvar við
erum staddar í námskeiðunum.
Þann 28. mal sl. hélt Ástbjörg Gunnarsdótt-
ir íþróttakennari upp á þaö að 35 ár voru liö-
in frá því aö hún hóf hressingarleikfimi-
kennslu fyrir konur, og var þess að
sjálfsögðu minnst með nemendasýningu.
Ástbjörg útskrifaöist úr íþróttakennaraskól-
Sýningar
Við höfum tekið þátt I fjölda sýninga frá því
um 1970 og meðal annars sýntí Danmörku
árið 1979 og Svíþjóð árin 1983 og '86. Viö
sýndum einnig I Hollandi árið 1991 en það
var á stærstu fimleikahátíö sem haldin hef-
ur verið til þessa. Þátttakendur á þeirri hátíð
voru 22 þúsund og þar af voru 120 frá ís-
landi. íþróttaviðburðum hér heima, meöal
annars á íþróttahátíöum íþróttasambands
íslands og einnig á fimleikahátíöum sem
Fimleikasambandið hefur efnt til. Við höfum
líka tekið þátt I stórum norrænum hátíðum
sem haldnar hafa verið hér á landi og verið
með á kvennahlaupsdaginn, en þá hefur
hópur frá mér veriö meö stutta sýningu fyrir
hlaupið. Við vorum einnig með I hátíöarsýn-
ingu á Þingvöllum 17. júní sl.
Félagsstöifln
Ástbjörg segist ekki ákveöa nema eitt ár I
einu. Hún ætlar þó að halda áfram með
hressingarleikfimina á meðan fólk heldur
áfram að koma til hennar. Auk kennslunnar
hefur Ástbjörg setið I ýmsum stjórnum og
nefndum innan Iþróttahreyfingarinnar. Hún
var m.a. I stjórn Fimleikasambandsins 111
ár, þar af 4 ár sem formaður og var þá fyrsta
konan sem var formaður sérsambands inn-
an ÍSÍ. Hún var einnig formaöur kvenna-
nefndar ÍSÍ sem starfaöi 1978-82 og for-
maður trimmnefndar ÍSÍI 8 ár.
Ástbjörggerirýmislegtfleira en að kenna
hressingarleikfimi, því hún kennir fötluðu
fólki I trimmklúbbnum Eddu vatnsleikfimi
sem sjálfboðaliði og segir að það sé bæði
mjög skemmtilegt og gefandi starf. Auk
þess hefur hún rekið heildsölu sl. 10 ár og
flytur inn leikfimi- og dansfatnað og útigalla
frá Danmörku.
sbj