Vera


Vera - 01.12.1994, Síða 19

Vera - 01.12.1994, Síða 19
en ég man vel þegar hreyfingin var stofnuð og ég fylgdist grannt með öllu sem þaðan kom. Mér hefur fundist gæta mikils mis- skilnings og rangtúlkunar á hugmyndum og stefnumálum hreyfingarinnar, og það var kannski fyrst og fremst þess vegna sem ég ákvað að skrifa um hana þegar mér bauðst tækifæri til þess í námi mínu við Háskólann. Rannveig Traustadóttir var aðalleiðbeinandi minn og Haraldur Ólafsson liðsinnti mér einnig, og vil ég hér með færa þeim báðum bestu þakkir fyrir uppörvun þeirra og vel- vild.“ Misskilningur og rangtúlkanir Geturðu ekki frætt lesendur Veru á því, hvers konar misskilning og rangtúlkanir hér um ræðir? „Ég skal þá bara byrja á þér,“ segir Her- dís og lítur sposk á blaðakonuna sem setur eölilega nokkuð hljóða við þessi tíðindi. „Þú segirí ritgerð sem þú skrifaöir árið 1985 um nýju kvennahreyfinguna á íslandi og birtist I bók á ensku „að Rauðsokkur hafi litið öll kvenleg gildi hornauga." Sömuleiðis segir Sigríður Dúna Kristmundsdóttir í doktorsrit- gerð sinni frá 1991 „að Rauðsokkur hafi hafnað hefðbundnum hlutverkum kvenna og endurskilgreint persónu kvenna sem sams konar og persónu karla“, og ennfremur að „fullgild kvenpersóna í augum Rauösokka var kona með óskoraðan og viðurkenndan rétttil launaðrar vinnu utan heimilis." Þetta stangast svo giörsamlega á við mína eigin upplifun á þessum tíma og skilning minn á þvl hvað Rauðsokkur voru aö gera, að mér fannst tímabært að einhver mótmælti þessu. Engin af konunum sem ég ræddi við kannaðist við að hafa haft slíkar skoðanir. Þvert á móti fannst þeim þær hafa verið að reyna að endurskapa þjóðfélagið í allra þágu. Þannig væru karlmenn hnepptir í fjötra ekki síður en konur. Eins og ein þeirra sagði, þá voru kvenleggildi og reisn kvenna þeim ákaflega hugleikin og það var ekki í kona! umræðunni að kynin ættu að vera eins. Þær segjast hafa lagt áherslu á að konur væru líka menn, og af því hefði kannski einhver mis- skilningur skapast eftir á. Með þessu hefði hins vegar ekki veriö átt við aö konur ættu að vera eins og karlar, heldur hitt að hver einasti maður ætti sinn rétt, þar með taldar konur. Á þessum tíma var einmitt mikið talað um að konur væru líka menn, og það voru ekki bara Rauðsokk- ur sem lögðu áherslu á þetta. En með þessu var verið að skírskota til mannréttinda, en ekki eiginleika. Rauðsokkurnar sem ég ræddi við telja sig hafa hafið baráttuna til þess að hefja kvenleg gildi til vegs og virð- ingar og skapa hér betra samfélag fyrir alla, konur, börn og karla." - Blaöakonan mótmælir ekki, enda löngu orðið Ijóst að tilvitnuð orð standast ekki. Því miður standa orð á prenti um aldur og ævi, en ritgerð Herdísar breytir miklu. Helstu niðurstöður „Niðurstöður eru ótal margar," segir Herdís. „Ég vil fyrst nefna að konurnar áttu það eig- inlega allar sameiginlegt að hafa átt sterkar konur að fyrirmynáum í uppvextinum, og það er býsna athyglisverð staðreynd. Þaö sýnir okkur í hnotskurn hvað áhrif mæðra eru sterk á sjálfsvitund dætranna. Sjö af konun- um níu áttu mæöur sem voru fyrirvinnur og litu því á það sem sjálfsagðan hlut að konur ynnu fyrir sér og fjölskyldum sínum. Annað atriði er aö sumar þessara upphafskvenna gátu ekki fullnægt námslöngun sinni vegna fátæktareða þrúgandi almenningsálits sem leit svo á að konur þyrftu ekki annað en skyldunámið. Aðrar lögðu á sig ótrúlegt erf- iði til að læra, oft þá komnar með eiginmann í námi og börn og sáu jafnvel heimilinu far- borða með öllu saman. Margar dvöldu er- lendis og upplifðu umrótið þar, stúdenta- uppreisnir og stofnun kvennahreyfinga á borö við Redstockings I New York árið 1968 og Dolle Minas í Hollandi snemma árs 1970, sem eig- inlega var neistinn sem kveikti bálið hér á landi. Lífsreynsla þess- ara kvenna og upp- eldisskilyrði sáðu frækornum réttlæt- „Mér hefur fundist gæta mikils misskilnings og rang- túlkunar á hugmyndum og stefnumálum hreyfingar- innar, og það var kannski fyrst og fremst þess vegna sem ég ákvað að skrifa um hana þegar mér bauðst tækifæri til þess í námi mínu við Háskólann." iskenndar og jafnréttishugsjóna, þannig að þær voru hver um sig tilbúnar árið 1970 í baráttu fyrir betra lífi, betri heimi, kvenfrelsi og jafnrétti. Þær bjuggu yfir mikilli þekkingu og reynslu, t.d. kunnu þær vel að nýta sér fjölmiðla til að ná athygli almennings, þar á meðal sjónvarpið sem þá var nýjung á heim- ilum landsmanna og fáir kunnu á. Þær gripu til aðgerða sem vöktu ýmist hneykslan eða gleði, og þannig neyddu þær fólk til að velta málunum fýrir sér. Þær voru óþreytandi viö að boða til opinna umræðufunda og þær gáfu út blað frá árinu 1972, Forvitin rauö. Það má skjóta því aö hér, að rauði liturinn I nafninu tengdist ekki hefðbundn- um „stjórnmála- litum", eins og við gætum freist- ast til að halda í dag. Þannig stóð á nafngiftinni, að í bíóhúsi einu í borginni var sýnd mjög umdeild sænsk kvikmynd, „Égerforvitin-gul“, sem fór mjög fyrir brjóstið á kvenfrelsiskonum vegna þeirrar ímyndar sem þar var dregin upp af konum. Rauðsokkur voru með þætti í út- varpinu á lyrstu mánuðum ársins 1972 og skýrðu þá „Ég er forvitin rauð“ til að tákna baráttu kvenna." Út fyrir velsæmismörk! Þú tínir til nokkrar aðgeröir Rauðsokka í ritgerð- inni, sem vöktu mikla athygli á sínum tlma. Segðu okkur meira frá þeim. „Flestar eða allar aðgerðir Rauðsokka á götum úti voru til þess gerðar að ná athygli fólks, og stund- frekskonur og hvundagshetjur

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.