Vera - 01.12.1994, Side 20
um var þaö gert meö því aö fara út fyrir við-
urkennd velsæmismörk. Fyrsta utanhússað-
gerö Rauðsokka var áriö 1970 þegar þær
tóku sér stööu fyrir utan Laugardalshöllina T
Reykjavík til að mótmæla fegurðarsam-
keppni sem þar var haldin. Þær báru spjöld
sem á stóö m.a. „Hver græöir á feguröar-
samkeppnum?", „Hrútasýning. Góðhesta-
sýning. Húsgagnasýning. Veiðafærasýning.
KVENNASÝNING. Allt á sama stað.“ Mót-
mæli Rauösokka á fegurðarsamkeppnum
varð þess valdandi að þær lögðust af hér á
landi í mörg ár. En það þurfti í rauninni mik-
inn styrk og þor til þess að starfa í hreyfing-
unni þessi fyrstu ár og taka þátt T þessum
aðgerðum, þvT viðbrögðin voru oft óvægin,
persónuleg og harkaleg."
- Hvað finnst þér sjálfri um þessar konur
eftir að hafa kynnst þeim svo náið?
„Mér fannst þær ofboðslega skynsamar
og skemmtilegar á sínum tTma, og vinna mín
að ritgerðinni gerði ekki annað en staðfesta
þá skoðun. Þær voru margar hættar að
starfa T hreyfingunni þegar ég kom þar inn,
eða höfðu að minnsta kosti dregið sig svo-
lítið til hlés, þannig að ég kynntist þeim ekki
mjög náið á þeim tíma. En það er svo sann-
arlega tími sem ég hefði viljaö upplifa sjálf!"
- Hvers vegna hætti rannsókn þJn á árinu
1974?
„Ég varð að setja ritgerðinni einhver
mörk! Þetta var nú einu sinni bara B.A. rit-
gerð en ékki doktorsdoðrantur. Mér fannst
árið 1974 hæfilegur endapunktur, því ég
ætlaði aldrei annað en segja frá upphafsár-
um hreyfingarinnar og þeim konum sem
stóðu að stofnun hennar og upplifunum
þeirra. Svo markaði Skógasamþykktin viss
þáttaskil í starfi hreyfingarinnar. Hún hafði
reyndar verið að þróast í þessa átt nokkuð
lengi, þannig að samþykktin var bara punkt-
urinn yfir i-ið í þeim efnum. Kannski má
segja aö þessi þróun hafi verið nauðsynleg;
það var búið að hrísta duglega upp í fólki og
„vekja konur" eins og að var stefnt. Nú
þurfti eitthvað nýtt. Augu Rauðsokka
beindust að verkalýðshreyfingunni og starfi
þar innan dyra, enda brann launamisréttið
mjög á konum þá sem endranær. Þá lá eig-
inlega beinast við að beina starfinu að þvT.
Konur héldu í alvöru að verkalýðshreyfingin
vildi breytingar og væri tilbúin til að hlusta á
kröfur kvenna, bæði um breytta starfshætti
og með áherslum á kröfur kvenna T samn-
ingagerð um kaup og kjör. Þetta leit líka vel
út í orði. Ég vil hér minna á, að í upphafi árs
1975 var haldin láglaunaráðstefna á vegum
Rauðsokka og
verkalýðsfélaga í
Reykjavík, þar
sem sjónum var
beint að konum
og kjörum toeirra.
Reiri slíkar ráð-
stefnur voru
haldnar T kjölfarið,
þannig að konum
fannst eitthvað
þoka. Það var þá
sem ég datt inn í
þetta starf; ég var
fengin til að tala á
ráðstefnunni í
Lindarbæ og fór
upp úr því að
starfa mikið með
hreyfingunni. Ég
vann þá sem
skrifstofu-
stúlka; hafði reyndar orðið aö fara út á
vinnumarkaðinn 14 árum fyrr þvf við hjónin
vorum þá að berjast við að kauþa okkur hús-
næði og vorum komin með fimm börn. Það
sjötta bættist svo í hópinn síðar og ekki var
vanþörf á tveimur fyrirvinnum. Ég þekkti því
vel aðstæður kvenna á vinnumarkaði og
hafði eitthvað látið í mér heyra um þetta."
Frá Skógum til vígvallar
Var þessi ákvörðun rétt að þínu mati, að
tengja Rauðsokkur við stéttabaráttu eins og
gert var?
„Það er auðvelt að vera vitur eftirá, en ég
sé eiginlega ekki hvað annað hefði átt að
koma. Verkalýðsfélögin virtust vera tilbúin á
áttunda áratugnum, og konur verða auðvit-
að að vera virkar í starfi þeirra ef einhver ár-
angur á að nást í launamálum. Það má líka
minnast á, að það varð dálítið þreytandi til
lengdar að hlusta á hverja konuna af annarri
ganga í gegnum „uppþvottastigið" sem ég
kalla svo, þ.e. umræðu um tregðu karlpen-
ingsins T heimilishaldinu. Það tekur huga
kvenna ákveðinn tíma, en sTðan langar þær
eðlilega að horfa dálítið lengra. Þróun Rauð-
sokkahreyfingarinnar varð hins vegar rauna-
saga upp úrþessu, því „rauðliðahópar" sem
hér skutu upp kollinum hver um annan þver-
an notuðu hreyfinguna sem vígvöll T stríði sín
T milli um „réttu" afstöðuna í stéttabarátt-
unni. Ég átti erfitt með að skilja tungutak
þeirra, skildi til dæmis aldrei tal þeirra um
öreigalýð í þessu samfélagi allsnægta.
Þetta styrjaldarástand varð til þess að
svona venjulegar konur eins og ég hættum
að nenna þessu."
- Hvaða lærdóm er svo hægt að draga af
þessu öllu saman?
„Nú er stórt spurt. Auðvitað höfum við öll
gott af því að vita eitthvað um fortíðina og
velta henni fyrir okkur. Þetta gildir sérstak-
lega um konur og kvennabaráttu, því f þess-
ari baráttu vill brenna við að sífellt sé verið
að finna upp hjólið. Við í Rauðsokkahreyfing-
unni héldum til dæmis að engar konur hefðu
gert neitt á undan okkur, - við vorum sögu-
lausar persónur með öllu. Það er auðvitað
engum hollt. En meginmarkmið mitt með
þessari ritgerð var að reyna að koma því til
skila, að Rauðsokkahreyfingin var gTfurlegt
afl á sfnum tTma, afl sem leysti svo margt úr
læðingi að líkja má við byltingu. Hún hafði til
dæmis þaö í för með sér að nú mega karl-
menn vagga börnum sínum án þess aö bera
kinnroða fyrir. Það er mikil breyting, fýrir nú
utan allt hitt, bæði stórt og smátt."
Viðtal Auöur Styrkársdóttir
Vert er að geta þess að Hcrdís hyggur á útgáfu ritgerðar
sinnar og hefur hlotið hvatningu tilþess úr öllum áttum.
Það er hins vegar næsta ófíyggt fyrirtœki og óvíst wn
jjármögnun. Til þess aðfá einhverja hugtnynd um hugs-
anlega eftirspum er áhugasömum konum hent á að hafa
samhand við Herdísi og legg/a inn pöntun. Heimilisfang
hennar er: Eyjabakki 5, 109 Reykjavík, ogsíminn: 91-
74098.