Vera - 01.12.1994, Síða 22
^frekskonur og hvundagshetjur
bætt ímynd • betri þjónusta
A þessu ári var Lára Björnsdóttir ráðin í
stöðu félagsmálastjóra Reykjavíkurborgar
og það vildi svo skemmtilega til að hún var
ráðin á sjálfan kvennadaginn, þann 8. mars
sl. Það sem Lára ætlar allra helst að beita
sér fyrir er að bæta aðgengið að stofnun-
inni, hún ætlar að auðvelda fólki að leita til
Félagsmálastofnunar og stytta biðtímann -
sem sagt: bæta þjónustuna.
„Það er mjög mikilvægt að bæta ímynd
Félagsmálastofnunar," segir Lára, „og
gera fólki auðveldara
aö stíga það skref að
leita hingað, því þetta
eru þung spor fyrir
marga. Þau eiga hins
vegar ekki að þurfa að j
vera það - þetta er
bara eins og hver önn-
ur samfélagsþjónusta,
við roðnum ekki þegar
við göngum inn á
heilsugæslustöð og
við eigum heldur ekki
að þurfa að roðna þeg-
ar við leitum eftir fé-
lagslegri aðstoð. Égtel að með því að auð-
velda fólki að leita hingað sé komið til
móts við þarfir kvenna og barna, konur
þurfa oft að leita hingað, sérstaklega ein-
stæðar mæður, og reyndar hvers kyns
barnafjölskyldur."
Lára segir að það þurfi einnig að breyta
ýmsu innan stofnunarinnar, hún sé orðin 25
ára gömul og hafi þanist út. Stofnanir sem
þessar öðlist oft nokkurs konar sjálfstætt líf
og því sé mikilvægt að fá allt starfsfólkið í lið
með sér þegar breyta þurfi og bæta. Félags-
málastofnun sé kvennastofnun og laun
starfsfólksins í samræmi við það. Hún hafi
því lagt til við borgarstjórann að kjör starfs-
fólks hjá þessari kvennastofnun verði borin
saman við kjör starfsfólks I dæmigerðum
karlastofnunum Reykjavík-
urborgar, eins ogt.d. skrif-
stofu borgarverkfræöings
eða veitustofnunum. Lára
ætlar ennfremur að beita
sér fyrir endurmenntun
starfsfólks en hún leggur
áherslu á að stofnunin sé
fyrst og fremst þjónustu-
stofnun og starfsfólkið sé
til þess að þjónusta fólkið
sem leitar til hennar.
í gegnum Félagsmála-
stofnun fara miklir pening-
ar á hverju ári, málafjöld-
inn hefur aukist mjög á undanförnum
tveimur árum og er enn að aukast. Eitt af því
sem Lára ætlar að beita sér fyrir er að fólk
fái ekki einungis félagslega aðstoð og fé-
lagsráðgjöf, heldur fái það einnig ráðgjöf í
peningamálum.
veriMaunin
Sólveig Aðalsteinsdóttir myndlistarkona
fékk Serra-verðlaunin á þessu ári. Þessi
verðlaun eru viðurkenning úr sjóði sem Ric-
hard Serra beitti sér fyrir að stofnaður yrði
fyrir þau laun sem hann heföi annars fengið
fyrir verk sitt Áfanga, sem nú er úti í Viðey.
Úr þessum sjóði fá þrívíddar listamenn
styrk annað hvert ár og nam styrkurinn sem
Sólveig fékk 400 þúsund krónum.
uðust í mannlegum samskiptum og loks að
þeir ykju færni sína í íslensku, stærðfræði,
ensku, samfélagsfræði og vinnu við tölvur.
Alls sóttu 25 konur um inngöngu í MFA-
skólann en 13 komust inn. „Þetta var já-
kvæður og samstilltur hópur sem náði þeim
markmiðum sem stefnt var að,“ segir Vil-
borg. „Mér fannst kraftaverki líkast að sjá
konurnar uppgötva nýja hæfileika og öðlast
aukna þekkingu og kjark til aö takast á við
lífið. Það voru forréttindi að fá að taka þátt í
SKÓ LASETUR Á
HVALFJARÐARSTRÖND
I hausttók Norræna skólasetriðtil starfa og
er Sigurlín Sveinbjarnardóttir fyrsti for-
stöðumaður þess. Norræna skólasetrið er
ætlað norrænum ungmennum sem vilja
kynna sér sögú landsins, náttúru og um-
hverfi, en íslensk ungmenni koma einnig í
námsdvöl þangað. Sigurlín segir að T nám-
inu sé lögð mikil áhersla á umhverfis-
fræðslu. Nemendum sé kennt að bera virð-
ingu fyrir náttúrunni og þykja vænt um hana,
enda segir hún að það sé besta leiðin til aö
fá fólk til að ganga vel um og virða náttúr-
una.
að auka þekkmguna oiikjaikiuii
Vilborg Einarsdóttir er ein þeirra kvenna
sem færðust mikið í fang á þessu ári sem
er að llða þvl hún stjórnaði skóla fyrir at-
vinnulausar konur I Reykjavlk. „Ég tók þátt I
þvl ævintýri að stofna, stjórna og kenna við
MFA-skólann,“ segir Vilborg, „en hetjur
þessa ævintýris voru þær atvínnulausu kon-
ur sem þar glímdu viö að afla sér aukinnar
menntunar."
Menningar- og fræðslusamband alþýöu
fékk styrk úr svokölluðum Jóhönnusjóði, frá
félagsmálaráðuneytinu, til þess að koma á
fót skóla fyrir atvinnulausar konur með stutta
skólagöngu að baki. Markmið skólans var aö
efla sjálfstraust nemenda og aö þeir tileink-
uðu sér skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð;
lærðu að taka gagnrýni og nýta sér hana á já-
kvæðan hátt; læröu að vinna I hópi og iiðk-
þessu starfi og ég vona að það eigi eftir að
verða framhald á því."