Vera - 01.12.1994, Side 23
fleiri atvinnutækifæ
Um miöjan september sl. var Hansína B.
Einarsdóttir ráðin í stöðu atvinnuráðgjafa
Reykjavíkurborgar, en hjá borginni starfa nú
3 atvinnuráðgjafar.
„Markmiðið er fyrst og fremst að hrinda
1 framkvæmd atvinnumálastefnu meirihlut-
ans í borgarstjórn Reykjavíkur," segir Hans-
ína. „Við erum nú að skoða ýmsar leiðir sem
eru færar í atvinnuuppbyggingu borgarinnar
og munum leggja fram tillögur við mótun pr-
hagsáætlunar borgarinnar. Hér hafa t.d.
aldrei fyrr verið starfandi atvinnuráðgjafar
þannig að við þurfum að byrja á þvl að safna
saman upþlýsingum um alla styrki og sjóði
sem lána eða styrkja nýsköpun í atvinnulífi.
Hér hefur heldur ekki verið hægt að fá niður-
greidda atvinnu- og viðskiptaráðgjöf. Það er
sérstaklega mikilvægt fyrir alla sem hafa
góðar hugmyndir, en vita ekki hvernig á að
hrinda þeim I fram-
kvæmd, að fá slíka ráð-
gjöf. Á síðustu árum hef-
ur fyrirtækjum kvenna
fjölgað verulega hér á
landi. Konur hafa yfir-
leitt mjög góðar við-
skiptahugmyndir en
þær vantar ráðgjöf og
annan stuðning. Iðn-
tæknistofnun og Félags-
málaráðuneytið buðu
landsbyggðarkonum
upp á ráðgjöf með námskeiðahaldi, en
Reykvískar konur áttu ekki aðgang að þeim
námskeiðum. Samkvæmt áætlun ætlar
Reykjavíkurborg að bjóða upp á þessa þjón-
ustu fljótlega eftir áramót.
Síðast en ekki síst er mjög mikilvægt að
skapa atvinnumálum Reykvíkinga einhvern
samræmdan vettvang, þar sem unnið er
markvisst að uppbyggingu og eflingu at-
vinnutækifæra í borginni."
NÝ JAFNRÉmSÁÆIUUN
Reykjavíkurborg eignaðist jafnréttisfulltrúa á
þessu ári og má segja að það hafi ekki mátt
bíða öllu lengur. Sú sem ráðin vartil starfans
heitir Jóhanna Magnúsdóttir og vinnur hún
nú að endurskoðun á þeirri jafnréttisáætlun
sem verið hefur í gildi frá árinu 1990.
íslenskar íþróttakonur hafa látið talsvert
til sín taka á árinu, rétt eins og svo margar aðrar konur
fijálsíþróttakom
Martha Ernstdóttir er ein þeirra íþrótta-
kvenna sem náð hafa langt á árinu. Hún
setti Íslandsmetí 5000 og 10.000 m hlaupi
og í hálfu maraþoni og maraþonhlaupi. Hún
varð fjórða í 10.000 m hlaupinu í Evrópu-
keppni landsliöa í Dublin á nýju íslandsmeti,
í 18. sæti á Heimsmeistaramótinu t hálfu
maraþoni og í 19. sæti í Heimsbikarkeppni
kvenna í víðavangshlaupum. Martha varð í
sjöunda sæti I Frankfurt maraþoni og loks
var hún kosin frjálsíþróttakona ársins 1994
á ársþingi Frjálsíþróttasambandsins í októ-
ber síðast liðnum.
h'iVi
'IOKIAI
Islandsmeistari i
6. sinn
Karen Sævarsdóttir
er ein þeirra kvenna
sem hafa átt góðu
gengi að fagna á ár-
inu. i sumar vann hún
sinn sjötta íslands-
meistaratitil á jafn-
mörgum árum og varð
einnig íslandsmeistari í holukeppni á Hellu í
sumar. Karen er óumdeilanlega sterkust
meðal kvenkylfinga en konur sækja nú mjög
í sig veörið í golfinu og fjölgar þeim stöðugt
sem taka þátt í golfkeppnunum.
stöndum með
Kvennalandsliðið í knattspyrnu hefur
verið áberandi á árinu enda náði það þeim
frábæra árangri að komast I átta liða úrslit í
Evrópukeppninni. Konurnar unnu alla sína
leiki á árinu nema þá sem þær spiluðu gegn
Englendingum en það voru einmitt þeir
sem komu T veg fyrir að þær kæmust áfram
í Evrópukeppninni. Vanda Sigurgeirsdóttir
fyrirliði liðsins hefur látið hafa það eftir sér
að konurnar í landsliðinu berjist uns þær
Sigrún Huld Hrafnsdóttir hélt áfram sigur-
göngu sinni í sundinu á þessu ári og setti hún
hvert íslands- og heimsmetið af öðru, bæði hér
heima og á Malmö Open mótinu í febrúar,
Sænska Opna mótinu í apríl og Heimsmeist-
aramótinu á Möltu í nóvember sl.
heimsmeistarar í sundi
Bám Bergmann Erlingsdóttur gekk líka vel
í sundinu og setti hún heimsmet á Malmö
Open mótinu og íslandsmet í 50 m flugsundi
á Heimsmeistaramótinu á Möltu.
skríði út af vellinum. Við getum þvl átt von á
enn betri árangri á næstu árum og vonandi fær
kvenþjóðin nú meiri stuðning og hvatningu en
verið hefur, jafnt innan sem utan íþróttahreyf-
ingarinnar. Stöndum með stelpunum!