Vera


Vera - 01.12.1994, Page 27

Vera - 01.12.1994, Page 27
þar sem höfundur skiptir á milli 1. og 3. per- sónufrásagnar á listilegan hátt. í luktum heimi er ekki síðri bók en sú sem aflaði Fríðu Bókmenntaverðlauna Norðurlanda- ráðs og því er auðvelt að mæla með henni. Sonja B. Jónsdóttir Höfuðskepnur Þórunn Valdimarsdóttir Forlagiö 1994 Hvernig tekur ísland viö hinni nýju og ofsa- fengnu kynlífsumræðu sem var gusað yfir landiö meö alsherjar opnun, frelsis hjali og pælingum um hvort viö séum afbrigði- legri eða eðlilegri en normalítetið? í bók- inni Höfuðskepnur þenur Þórunn Valdi- marsdóttir áfram hugmyndir um þessa nýju kynpólitík. Hvað fæst með frelsinu? Vinnur umræöan á fordómunum eöa nærir þá? Hvað gerist þegar frelsið er túlkað ranglega? Að styðja fingri létt á ofur- viökvæm málefni samtím- ans er ekki það sem Þórunn leggur upp með. Hún veltirvið öllum grjóthnullungum sem verða á vegi í kynlífsheiminum. Hin opna um- ræða er skeggrædd og þekkt dæmi úr sjón- varpi gærdagsins túlkuð af sögukonu sem skrifar bréf til Kyrrahafsbúans/„elskar- ans”/lesandans. Woody Allen „er bara orö- inn gamall og þarf mikla ögrun til aö honum standi kraft- ur til lífsins”(148). Er verið að gera grín að hinum opna aö- gangi að samvisku samfélagsins? Hæðast aö áhugan- um? Svört hæðni er alls staðar í Höfuð- skepnum og ágætis aöferö til þess að grafa móralska þátt- inn þó aö auövitaö kraumi alvaran und- ir í nauðgunar- og klámsögu. Prakk- araþátturinn . frelsinu er nefni- lega ískyggilegur, nauðgun kannski eitthvað sem má afgreiða með „boys will be boys”? Spurningum eins og hver sé ábyrgð kvenna í ríki „alfaapanna" (sbr. „beta- apana"), höfuöskepnanna er velt upp. Verð- ur ekki alltaf einhver að taka við prakkara- skapnum? í viktorískum tíma tóku vændiskonur á sig umframkrafta sem vildu út og af hinu góða því þá héldust aðrar og dyggðugri kon- ur hreinar. Nú heyrast kenningar um að sér- stök manngerð taki á sig heimilisbarsmíðar og nauöganir - alltaf einhver önnur en Égið. í Höfuðskepnum er kunnuglegum kynferðis goösögum fleytt fram: „Af því ég var ein, beiðandi út í loftið svo vitlaus, þá kannski kom eitthvað í mig, sem antílópu á guðs- engi, sem lét Ijónið stökkva á mig. Kannski slappst þú systir, (...) og ég fæ tár í augun af því hvað ég var göfug að taka út barsmíð nauðgarans fyrir þig." (181) Kynfantasían er aldrei einhliða hjá Þórunni heldur brýst út með hugmyndagusum, samansulli sögu- legra fordóma og nýfrelsis í að festa í orð subbulegustu krásir hugans. Hin dulræna sögukona er í uppreisn gegn „tregðu og feimni í jöklinum" (191). Ástarbréfa þjónustan gerir henni kleift að tjá þjáninguna og velta upp undarlegustu hugmyndum hugans. í allri opnuninni er Þórunni mikið í mun að ryðjast ffam hjá öllum hindrunum, textinn er því fljótandi og dálítiö sukkaður, öllu er gefið rúm, slettum og útúrdúmm enda um að ræða bréf kynffelsisins! Marín Guftrún Hrafnsdóttir kvenna á tuttugustu öldinni, Guðrún Jóns- dóttir um kynferðislegt ofbeldi gagnvart börnum, Rannveig Traustadóttir um kyn- bundna verkaskiptingu innan fjölskyldna fatlaðra barna. Silkinærföt frá Náttúrulækningabúðinni. Einstaklega þægilegur klæðnaður. Fyrir þær sem þora eru til dagbækur og dagatöl I Bóksölu Stúdenta. Women who dare með myndum og upplýsingum úr kvennasögunni. Einmitt það sem svo marg- ar konur vantar. Sundkort er fín jólagjöf handa sundfólkinu og ekki síðri handa þeim sem fara sjaldan eða aldrei. Nú drífa þau sig! Og hér kemur jólagjöfin handa hjólreiöa- konunni - engin spurning: hnakkur á hjólið sem tekur tillit til líkamsbyggingar kvenna. Þessi hefur slegiö í gegn hjá sitjandi sárum konum. Hnakkar handa konum eru með styttra nefi, breiðari setu og úrfellingu fyrir miðju. Sem sagt: Jólagjöf handa konum sem vilja hjóla án óþæginda. Og ekki skemmir aö hnakkarnir eru framleiddir af fyrirtæki kvenna I Bandaríkjunum sem sér- hæfir sig í hjólaútbúnaði fyrir konur. Terry heitir það og fulltrúi þess á íslandi er reið- hjólaverslunin Týndi hlekkurinn, Hafnar- stræti 16, Reykjavík. Þegar jólagjafirnar eru keyptar er tilvalið að hugsa til kvenna. Klrsuberjatréó á Vestur- götunni er t.d. verslun sem selur fallega muni eftir konur og konur selja listmuni og handverk í fjölmörgum galleríum og verslun- um í borginni. Höfum þærí huga. Á Eiöistorgi er opin vinnustofa og þar get- ur maður búið til gjafirnar sjálfur. Listfengi sér um þessa opnu vinnustofu og þar er bæði hægt aö fá efni og aöstoð. Mitt I náttúrunni er hægt aö fá vist- og húövænar snyrtivörur á vingjarnlegu verði. Amnesty Intemationai eiga klæðilega boli með áletrunum sem eiga erindi. Þaö á Kvema- listinn líka - meö feminískum áletrunum. Það er líka hægt að gefa gjafir sem ekki eru í efniskenndu formi. Þú getur t.d. gefið vin- um þínum barnapössun nokkur kvöld, eöa hjálpað til viö jólahreingerninguna ef þú átt meiri tíma en peninga. Trúlega kemur það sér líka vel fýrir vinina. Þegar við kaupum jólakortin er gott að hafa líknarfélögin í huga. Styðjum gott málefni um leið og við gleðjum ættingja og vini. lólin. iólin

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.