Vera


Vera - 01.12.1994, Síða 38

Vera - 01.12.1994, Síða 38
réttum hlut kvenna „Þaö er brýnast aö hækka launin þannig aö lágmarks- laun veröi ekki lægri en 60.000 krónur, og þaö er fáránlegt aö greidd séu laun sem eru undir skatt- leysismörkum", segir Sigurbjörg Ásgeirs- dóttir, en hún siturí stjórn Félags starfsfólks í veitingahúsum. „Verkalýöshreyfingin þarf aö gera sér grein fyrir þvt aö hún er I raun og sannleika aö semja um kjör en ekki bara aö búa til einhvern lágmarks öryggisventil. Flestar konur fá greidd laun samkvæmt töxt- um og þeir eru því sá blákaldi raunveruleiki sem fólk stendur frammi fyrir. í mínu félagi eru hæstu taxtar innan við 60 þúsund krón- ur á mánuöi og þaö gefur auga leið aö það er erfitt að lifa af slíkum launum. Fyrir 10-20 árum var meiri samhljómurí íslensku samfé- lagi um aö jafna kjörin, en á undanförnum árum hefur fátækt stóraukist og hér hefur verið búin til lágstétt. Konur hafa oröiö verr úti t þessari efnahagskreþþu en karlar, það eru fleiri konur atvinnulausar og þær eru á lægri launum. Aukin menntun dugar konum heldur ekki til aö bæta sín kjör, þær búa viö fátækt hvort sem þær eru menntaöar eöa ó- menntaðar. Þaö þarf því að aö taka sérstak- lega á því aö rétta hlut kvenna." Sigurbjörg segir aö einnig sé brýnt að at- vinnurekendur veröi geröir ábyrgir fýrir því aö halda kjarasamninga og greiða fólki launin sem þaö hefur unnið fýrir. Þaö tíðkist víöa t veit- ingahúsum að fólk fái ekki útborguð laun fyrir vinnu sína. Margir þessara staöa skipti oft um eigendur og kennitölur og launagreiðandinn sé jafnvel farinn úr landi áöur en takist aö inn- heimta launin. Þaö gerist líka oft að krakkar séu þlataðir til aö gerast verktakar en þá fái þau laun sem séu langt undir kauþtaxta. hækkun sem heldur „Viö þurfum fyrst og fremst kauþhækkun sem heldur," segir Þórunn Sveinbjörnsdóttir formaður Sóknar, en mánaöarlaun Sóknarfélaga eru á bilinu 43-73.000 kr. „Viö höfum verið aö velta fýrir okkur hvaöa aöferðum þurfi að beita I komandi kjarasamningum til aö bæta kjörin til frambúðar. Fólk er orðið þreytt á aö kauþhækkunin hverfi jafnóöum í hækkandi verðlag og hærri lán. Ég geri því ráö fýrir aö lögö veröi áhersla á hækkun þersónuafsláttar, hækkun skattleysismarka og að verðtrygg- ing lána verði afnumin. Þannig má frekar tryggja aö launin tolli í buddunni. Viö veröum vör við að fólk er mjög illa sett vegna tekju- lækkunar síðast liðinna þriggja ára, því þótt Sóknarfélagar hafi yfirleitt ekki haft mikla yf- irvinnu og veröi því ekki eins varir viö tekju- sveiflurnar, þá hrynur efnahagurinn um leið ogt.d. makinn missir yfirvinnuna. Fólk sem tók húsbréfalán fýrir allt uþþ í fimm milljónir þegar húsþréfakerfið oþnaði ert.d. mjög illa sett núna.” Þórunn sagði ennfremur aö tími sé kom- inn til að skoða ýmsa þætti sem hafi áhrif á vöruverð og nefndi þá sérstaklega lengdan oþnunartíma verslana sem hún telur að hækki veröiö. ókynbundið “larfsmat Kvennalistinn hefur unniö að mótun nýrrar stefnu í launa- og kjaramálum og VERA fékk Brynhildi Flóvens, sem setið hefur í launa- og kjaranefnd Kvennalistans til aö segja lesendum frá henni. „Þaö sem viö teljum brýnast er aö láta fara fram endurmat á störfum kvenna," seg- ir Brynhildur, „ókynbundið starfsmat sem byggir á því aö störfin eru flokkuö niður í þætti eftir ákveönu kerfi, sem tryggir að tek- iö sé tillit til bæöi karllægra og kvenlægra eiginleika. Þá ert.d. kannað hvortí starfinu felist þættir eins og ábyrgð, mannaforráð, óþrif eða hættur og hvaöa eiginleika viðkom- andi starfsmaöur þarf að hafa til að geta sinnt því. Þanniggetum við gert ráð fyrir ólík- um kröfum sem fólk þarf að uppfylla eftir því hvort það vinnur sem ófaglæröur starfsmaö- ur I leikskóla eöa ófaglærður verkamaöur sem þassar skóflurí skúr. Meö því aö greina t.d. þessi tvö störf fer ekki á milli mála aö starfsmaöurinn sem vinnur meö börnum og ber ábyrgð á þeim fengi hærri laun en hinn. Þetta breytir því þó ekki að alltaf er um matsatriði að ræöa. Viö verðum að endurmeta störfin þannig aö störf kvenna veröi jafnhátt metin og störf karla, þaö er t.d. ekkert merkilegra að stýra flugvél en að þassa börn, í báðum tilfellum ber starfsmaðurinn ábyrgö á mannslífum og sömu sögu mætti segja um mörg önnur störf. Við gerum okkur grein fýrir því aö erfitt verður að breyta því verðmætamati sem verðleggur störfin. Launþegahreyfingin og vinnuveitendur starfa eftir reglum sem karl- ar hafa sett og karlasjónarmiðin eru því rikj- andi í öllu þeirra starfi. Þaö verður því erfitt að skiþa nefndina sem fær það hlutverk að breyta starfsmatinu, enda segir sig sjálft aö fulltrúart.d. ASÍ og VSÍ eru ekki líklegirtil aö breyta miklu. Við teljum einnig brýnt aö launaleyndin verði afnumin en hún er einn versti óvinur þeirra sem eru lægra launaðir. Þá búum viö þó aö því að geta miðað okkur við EES, þar sem viö erum nú þátttakendur í því samstarfi og verö- um að fylgja þeim reglum sem þargilda á jafn- réttissviöinu. Þar höfum við ágætan dóm sem segir að launakerfið þurfi aö vera gegnsætt til þess að menn viti hvaöa kröfur þeir eigi aö uppfylla til að komast áfram í starfi, hvort sem þeir sækjast eftir launahækkunum eða starfs- frama. Þessu þarf aö koma inn í kjarasamrv inga svo geðþóttaákvarðanir yfirmanna ráði ekki hag launafólks. Lógbindum lágmarkslaun Eitt af því sem Kvennalistinn getur gert ef hann kemst í ríkisstjórn er að umbylta veru- lega launakerfinu hjá rikinu. Ef okkur tækist að breyta launakjörum þess mikla fjölda kvenna sem vinnur hjá ríkinu ætti eftirleikur- inn að veröa auðveldur fyrir aðrar konur. Ég tel líka grundvallaratriði aö lögbinda lágmarkslaun eins og gert er víða annars staðar, m.a.s. í Bandaríkjunum, og sé enga ástæðu fyrir því að það sé ekki gert hér á landi. Þá er ég ekki að tala um að lögbinda einhverjar 40.000 krónur á mánuði heldur að bundið verði í lög að ekki megi greiða laun undir fátæktarmörkum - það verði lög- boöið að greiða verði laun sem dugi til lág- marksframfærslu. í mínum huga eru lág- markslaun 80.000 krónur á mánuði, enda sér hver maöur að það dugar ekkert minna fýrir lágmarks húsnæði, fæöi, feröum í og úr vinnu og lágmarks læknishjálp svo eitthvað sé nefnt. Þaö er kominn tími til að rikissjóö- ur hætti að niðurgreiða laun fyrir atvinnurek- endur eins og nú er gert. Á meðan samiö er um svo lág laun að þau duga ekki fyrir brýn- ustu lífsnauðsynjum kemur alltaf krafa á rik- issjóð um bætur í gegnum skattkerfið.

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.