Vera


Vera - 01.12.1994, Qupperneq 45

Vera - 01.12.1994, Qupperneq 45
ekki foreldra," segir blómastelpan og hin bætir við, „sumir eiga heldur enga pabba og aðrir eiga marga pabba“. Svo töluðum við um mömmur. Hvað gera mömmur? „Laga til," segir ballerTnustelpan. Blómastelpa: „Nei það gera sko ekki all- ar mömmur, mamma mín gleymir alltaf að búa um rúmið svo að ég verð að gera það. Allar mömmur eiga það sameiginlegt að vera manneskjur sem hugsa." (Mamma hennar erí sálfræði.) Ballerína: „Sumar mömmur eiga heima saman og sumir pabbar líka." Blómastelpa: „Já, eins og nunnurnar þær búa saman en þær eiga heldur engin börn. Það eiga ekkert allar konur börn." „Mamma, var hann einu sinni pabbi minn?" spurði fjögurra ára dóttir mín eftir að við höfðum hitt vin minn í miö- bænum. Ég undraðist hversu frjálslega dóttir mín spurði og þá í Ijósi þess að hún hefur aðeins átt tvo feður. Ég átti bara einn pabba og sú hugsun aö eiga annan var mér víðs fjarri. Núna heyri ég sögur um börn sem gráta yfir því að eiga bara einn föður. Þar af leiöandi verða pakkarnir undir jólatrénu færri en hjá barninu í næsta stigagangi sem á tvo pabba eða fleiri. Hver er hugarheimur barna í dag? Hvernig hugsa börn um fjölskylduna, mömmur og pabba? Mig fýsti að vita það. Ég fór á einn leikskólann í Reykjavík þar sem ég hitti tvær glaðlegar fimm ára stelpur sem voru aö skoöa gamalkunnugar bækur um prinsa og prinsessur. Önnur er meö dökkt hár og dreyminn svip. Hún er í blómafötum því henni finnst blóm svo falleg. Hún er blómastelpa. Hún ætlar að verða píanóleikari þegar hún verð- ur stór. Henni finnst skemmtilegt að hlusta á píanóleik. Hin er meö Ijóst hár og gleraugu. Undir gleraugunum eru falleg glaðleg augu. Hún kann að lesa. Hún er ballerína og ætlar að veröa ballerína þegar hún verður stór. Henni finnst ballerínur svo fallegar. Ég settist hjá þeim og spjallaöi við þær. Við töluðum um fjölskylduna. Hvað er fjölskylda? „Fjölskylda er hringur. í fjölskyldu eru tvö börn og mamma og pabbi", segir ballerinan. „En sumir eiga fjögur börn," segir blómastelpan. „Já, eða ellefu," segir sú fyrri. „Það er ekki hægt aö eiga ellefu börn," segir blómastelpan. Ballerinan: „Jú, amma mín átti ellefu börn." „Já, kannski en þaö er alls ekki hægt að eiga fleiri en ellefu. Ekki myndi ég vilja eiga ellefu börn því þá þarf maöur alltaf aö vera að skipta um bleiur," segir blómastelpan. Eru allar fjölskyldur eins? „Nei, sumir eru svo fátækir að þeir eiga blómastelpa g ballerína

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.