Vera - 01.12.1994, Qupperneq 46
blómastelpa g ballerína
En hvað gera pabbar?
Blómastelpa: „Þeir fara aö vinna. Og
sumirtaka rnyndir."
Ballerína: „Sumir reykja pípu."
Blómastelpa: „Sumir faðma börnin sín
og það finnst börnunum notalegt. Pabbi
minn gleymir líka alltaf aö búa um rúmið sitt
svo að ég geri það alltaf."
Ballerina: „Pabbar kaupa í matinn."
Blómastelpa: „Sumir pabbar eru bara
fóstur-pabbar. Veistu? Ég sá bara fyrsta
pabba minn þegar ég var lítil og núna á ég
pabba sem er fóstur-pabbi minn.“
Ballerína: „Ég á bara einn pabba."
Ef þið mættuð ráöa hvort þið væruð
stelpur eöa strákar hvort vilduð þið frekar
vera?
„Stelpur!"
Af hverju?
„Af því að þær geta vérið í kjólum og pils-
um með blómum," segir blómastelpan.
Ballerina: „Líka af því stelpur geta átt
börn."
Blómastelpa: „Strákar ganga í jakkaföt-
um og ekki myndi ég vilja það.“
Hvaða leikurfinnstykkur skemmtilegastur?
„Spítalaleikur", segir blómastelpan.
„Barbí", segir hin.
„Já barbí er rosalega skemmtilegt," segir
blómastelpan.
Leika strákarnir með ykkur?
„Nei,“ segja þær báðar.
„Ég leik mér aldrei meö kærustunum
mínum," segir ballerínan. „Ég á svo marga
kærasta, það er hann Páll Óskar, Viktor og
hann Andrés úr Borgarfirði eystra og líka
hundurinn rninn."
Blómastelpa: „Ég átti kærasta en ég er
hætt með honum. Ég nennti ekki að vera
með honum. Ég held samt að ég eigi nýjan
kærasta núna."
Vijið þið ekki leika með strákunum?
Blómastelpa: „Nei. Þeir eru alltaf með
svo mikil læti. Þeir skemma leikina okkar.
Þeir leika sér bara í byssuleik og í turtles-
leik."
Ballerína: „Stelpur vilja bara hafa það ró-
legt, vera búðakonur eða ballerínur og svo-
leiðis."
Blómastelpa: „Nei, ballerfnur eru alltof
æstar. Stelpur vilja bara vera prinsessur."
Ballerína: „Já, eða leikfimiskennarar, eru
þær nokkuð æstar?"
Blómastelpa: „Leik-
fimiskennarar eru ágæt-
ar. Ég held að stelpur vilji
líka vera mömmur með
dúkkurí dúkkuleik."
Ballerína: „Já, það
er rosalega gaman að
passa litlar stelpur en
ekki stráka því þeir eru
með svo mikil læti."
„Heyrðu ég vildi að
þú værir systir mín þá gætum við alltaf leik-
ið okkur saman," segir önnur við hina. „Já
og þá gætir þú kynnst mömmu minni," seg-
ir hin. „Þá gætum við líka leikið okkur sam-
an á kvöldin og ..."
í þessum þælingum um draumaheim,
líklegast án stráka, kvaddi ég stelpurnar.
Á heimleiðinni hugsaði ég til þess tíma
þegar ég var lítil stelpa. Ég man ekki bet-
ur en að hugarheimur minn á þeim tíma
hafi verið ósköp svipaður. Kannski hefur
ekki mikið breyst þrátt fyrir allt. Kannski
alltof lítið. í bókunum má finna sömu fyr-
irmyndirnar og vinsældir þeirra hafa ekk-
ert dvínað. í þeim draumaheimi er
prinsessum bjargað af prinsum. Það er
hins vegar aldrei að vita nema að prinsinn
hafi allan tímann verið stelpa. En það er
nú önnur saga.
Ragnhildur Helgadóttir
Ijeilsufœði í?úðarinmr
Sérverslun með
heilsuvörur og fleira
Líttu við!
ræna
Laugavegi 46
Sími: 622820
línan
Olíublettimir
hurfu með
Ariel
Flest lökin, sem ég nota á nuddstofunni eru mistit, svo olíublcttir sjást mjög vel.
Eg hef prófað að nota margar tegundir af þvottaefnum, en lökin litu oft út fyrir
að vera óhrein, þó þau væru nýþvegin.
Eftir að ég byrjaði að nota Ariel er þetta vandamál úr sögunni.
Olíublettirnir hverfa alveg og ég er stolt yfír lökunum, sem nuddþegar sjá á
bekknum.
Auk þess veit ég að Ariel skaðar ekki umhverfíð og umbúðirnar eru úr
endurunnum pappír. Það skiptir máli fyrir mig.
Að mínu mati er Ariel það besta í dag.
/
Nuddstofan AKASIA