Vera


Vera - 01.12.1994, Síða 50

Vera - 01.12.1994, Síða 50
?mnesty international Böðlar, pyndarar og fangaverðir þessa heims mismuna ekki á grundvelli kynferðis. Engin mannréttindabrot teljast of gróf til að beita konur. Félagar í Amnesty International bregðast við þegar mannréttindi eru brotin, aðgerðir takmarkast þó af starfssviði sam- takanna, sem leggur fyrst og fremst áherslu á að samviskufangar skuli látnir lausir án skilyrða, að allir pólitískir fangar fái réttláta dómsmeðferð og að endir sé bundinn á pyndingar, pólitísk morð og dauðarefsingar. Á þessu ári hafa félagar í samtökunum tekiö upp mál kvenna í 47 löndum, þar sem konur hafa verið handteknar án ákæru, sitja í fangelsum vegna skoðana sinna, orðið fyrir pyndingum, „horfið" eða verið teknar af lífi. Mannréttindum kvenna, karla og barna er lýst í Mannréttindayfirlýsingu Samein- uðu þjóöanna, þ.á m. er rétturinn til frjálsra skoðana og frelsis. Þessi réttur er fótum- troðinn um allan heim. Margar konur verða fórnarlömb vegna þess að þær berjast fyr- ir frelsi og réttlæti, eru virkar í stjórnmála- baráttu, framarlega í verkalýðsbaráttu eða ákveðnar í að réttur þeirra nánustu sé virtur. Konum er nauögað og kynferðislega mis- boöið af hálfu hers og lögreglu, ef þær leggja fram ákærur er þeim i flestum tilfell- um ekki sinnt. Alþjóöasamfélagið og réttindi kvenna Kvenréttindi eru mannréttindi. Þessi mikil- og koma fram með tillögur um hvernig binda má endi á slíkt ofbeldi. Loksins er alþjóðasamfélaginu að verða Ijóst að ef ríkisstjórnir horfa fram hjá skyldum sín- um viö konur eru engin mannréttindi tryggð. Bejing-ráöstefnan í september á næsta ári veröur fjórða ráð- stefna Sameinuöu þjóðanna um konur haldin í Bejing í Kína. Þar er stefnt að því að koma saman skjali um jafnrétti, þróun ogfrið. í fljótu bragði er hægt að segja sem svo að viðfangsefni Bejing-ráöstefnunnar falli utan við þau mannréttindi sem Am- nesty lætur sig mest varða. Frá sjónarhorni Amnesty International eru brot á mannrétt- Lokayfírlýsingin Mikil hætta er á að umræðan í Bejing snúist að mestu um þróunarmál en brýnt er að ráð- stefnan horfist í augu viö þann raunveru- leika sem konur lifa við. Mannréttindi stúlkna og kvenna eru órjúfanlega tengd al- þjóðlegum mannréttindum og í Bejing býðst tækifæri til að skýra hvað þetta felur í sér fýrir konur og hvernig ríkisstjórnir skuli bæta mannréttindastöðu kvenna. í lokayfirlýsingu frá Bejing-ráðstefnunni viljum viö sjá kröfu um aö ríki heims stað- festi án fyrirvara sáttmála Sameinuðu þjóð- anna um afnám allrar mismununar gagnvart konum og aðra alþjóðlega mannréttinda- sáttmála. Staðfesting alþjóðlegra sáttmála nær þó skammt ef ekki er farið eftir þeim, því er nauðsynlegt að í Bejing veröi sett fram krafa á ríkisstjórnir að framfylgja alþjóöleg- um mannréttindaákvæðum og tryggja af- nám mismununar í reynd. í lokayfirlýsingunni verður að vekja athygli á ábyrgð stjórnvalda á ofbeldi gegn konum. í fjölmörgum löndum þessa heims ber ríkis- valdið ábyrgð á pyndingum, þ.m.t. nauðgun- um, „mannshvörfum" og aftökum án dóms og laga. Ríkisstjórnir verða að taka ábyrgð á mannnréttindabrotum í sínum löndum og taka raunhæf skref til að framfylgja og tryggja raunverulegar og mælanlegar fram- farir á stöðu kvenna í öllum heimshornum. Kyenréttmdi em mannréttindi væga staðhæfing var ítrekuð á Mann- réttindaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Vín árið 1993. í Vínaryfirlýsingunni er stað- fest að alþjóðasamfélagið skuli beita sér fyrir því að allri mismunun á grundvelli kynferðis skuli útrýmt og ofbeldi gegn konum stöðvaö. í yfirlýsingunni er einnig lögð áhersla á að málefni kvenna skuli ekki vera aðskilin frá öðrum starfssviðum Sam- einuðu þjóðanna. í desember 1993 var samþykkt yfirlýsing á Allsherjarþingi Sam- einuöu þjóöanna um útrýmingu ofbeldis gegn konum. i þeirri yfirlýsingu er staöfest að ofbeldi gegn konum sé brot á mannrétt- indum. I mars á þessu ári skipuðu Sam- einuöu þjóðirnar sérlegan sendifulltrúa sem á að afla upplýsinga um ofbeldi gegn konum, orsakir þess og afleiðingar indum kvenna og stúlkna víðtæk og vægð- arlaus og snerta allt starfssviö samtak- anna. Konur um heim allan eru virkar í mann- réttindabaráttu og knýja á um breytingar. Margar þeirra hafa þurft aö gjalda fyrir störf sín með lífi sínu. Þess vegna leggja mann- réttindasamtökin Amnesty International megináherslu á að virðing fyrir mannréttind- um sé grundvallarforsenda fýrir bættri stöðu kvenna. Ef konur njóta ekki þess frelsis að mega tjá skoðanir sínar og vinna að fram- gangi þeirra er ekki hægt að tala um hugtök eins og þróun. Hver sú kona sem er fórnar- lamb mannréttindabrota, hefur verið hand- tekin, pynduð, tekin af lífi eöa „horfiö" hefur enga möguleika á að njóta frelsis til jafnrétt- is, þróunar eða friðar. Aögangur óháöra samtaka Nauðsyn á virkri þátttöku óháðra félagasam- taka í Bejing er óumdeilanleg. Óháð félaga- samtök sem vinna á heimavelli þekkja raun- veruleika mannréttinda kvenna. Ef að Bejing ráöstefnan á að hafa raunhæf áhrif á stöðu kvenna verða óháð félagasamtök að hafa fullan aðgang að ráðstefnunni og undirbún- ingsfundum hennar. Þekktur íslenskur rithöfundur lét hafa eft- ir sér nýverið að eðli kvenna sé að vera yfir- gefnar. Konur hafa verið í jaöarhóp of lengi og í Bejing ríður á að konur hafni ekki sjálf- um sér heldur takist á viö þau verkefni sem enn eru óleyst. Johanna K. Eyjólfsdóttir Höfundur er mannfræöingur ogframkvæmdastjóri Islandsdcildar Amnesty Intemational

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.