Vera - 01.12.1994, Qupperneq 53
daebók
Einu sinni þekkti ég konu sem var alltaf pen-
ingalaus. Hún lét eins og þetta væri einstak-
ur persónulegur harmleikur sem hefði hent
hana þegar hún var á gangi annars staöar í
öörum erindagjöröum.
Þaö liðu mörg ár áður en mér varð Ijóst
hvað snilligáfa konunnar var mögnuð. Hún
fékk ekki aðeins fólk til að trúa því að pen-
ingaleysið væri eins konar óverðskuldaður
sjúkdómur frá fjarlægu landi sem hún hefði
aldrei komið til, henni tókst líka að vera pen-
ingalausri í sjö vinnum á uppgangstímum
þegar skattaprósentan var lægri og að auki
að fá skattskýrsluna til að líta út eins og
efnahagslega eyöimörk. Um það leyti sem
konan gerði peningaleysi að æðri list var fá-
tækt ekki til í orði. Fólk átti við blankheit að
etja, einskonar stundarógaman, sem gekk
yfir eins og hver önnur lægö náttúrunnar.
Þessi góðæri eru horfin undir fannfergi
þúsund kreppuvetra og peningaleysi er ekki
lengur sérstætt einkaframtak einnar konu,
heldur eru þátttakendur tæplega 200.000
og það er ekki hægt að kalla það list sem
allur almenningur stundar upp á dag
hvern. Það er í bezta falli iönaður. Sönn
list er nefnilega það sem fáum dettur í
hug og enn færri geta framkæmt.
Tækifæri til listrænna tilþrifa hurfu
samt ekki undir skriöjökul almennra efna-
hagsþrenginga. Langi mann að gera eitt-
hvað óvenjulegt, fáheyrt og ótrúlega
snjallt, þá nægir að láta enda ná saman.
Sjálf geng ég alltaf með tvo spotta í vas-
anum sem ég hef hnýtt saman á endun-
um og sýni listaverkiö hverjum þeim sem
ég held að eigi vini eða vandamenn á rétt-
um stööum. Mig dreymir um að einhver
komi auga á hugkvæmnina og umfram
allt rétta hugarfariö á bak við verkið og
kaupi það á nokkrar milljónir. Þá væri til-
gangi þess náö, ég næöi endum saman.
Það má líka reyna aö fá endana til að
ná bókstaflega saman. Maður getur
hvort heldur, leigt sal útí bæ eða haft
þetta heima hjá sér, það fer soldið eftir
hvort heimili manns rúmar stór samkvæmi
og líka dáldiö eftir því hvort það hangir mik-
ið af innsiglum á heitavatnsinntakinu eða
huröarhúnunum. Svo sendir maöur öllum
endunum sínum, sem aldrei ná saman,
boðskort.
Undirbúningur samkvæmisins er einfald-
ur: Ritzkex og tilboössalat, EFTAmunnskol
og ódýrt spritt blandaö í fötu með 1 pakka af
mislitum kokteilberjum fljótandi á yfirborð-
inu. Góð loftræsting er mikilvæg, mölkúlu-
stybba og þunglamaleg blómaangan frá síð-
ustu jarðarför hangir í sparifötum endanna.
Ekki eiga von á að endarnir þjappi sér í
litla líflega hópa í stássstofunni. Þeir eru
þurrir og fráhrindandi hver við annan, marg-
ir fýldir, sumir þunglyndir. Þannig standa
þeir, þegjandi meö líkþornasvip, í svarinni
einsemd á flostepþinu. Þetta er llka átaks-
verkefni: Herra Endi, má ég ekki kynna þig
fyrir ungfrú Enda, ég veit að þið eigiö margt
sameiginlegt... og þá snýr ungfrú Endi upp á
sig og slítur friðarliljuna upp fyrir aftan bak.
Herra Endi sætir lagi ogtreður heilum pakka
af Camel, slulausum, niöur I moldina hjá
orkideunni. En þau yrða ekki hvort á annað.
Andrúmsloftið veröur sífellt þrúgaöra,
maður eys blöndunni I bikarana og reynir:
Ungrú Endi, mig langar aö kynna þig fyrir
herra Enda, hann safnar frímerkjum með
blómamyndum og hún, herra Endi, yrkir
Ijóð...
...en allt kemur fyrir ekki, endarnir vilja
ekkert ná saman. Þeir stara á veggina, góna
niðrí gólfið, snúa út I horn og eru langdvöl-
um, einn I einu, I þvottahúsinu. Þegar
strætó er hættur að ganga, olnboga þeir sig
hvumpnir á dyr. Enginn hjálpar öðrum enda
I kápuna og þeir sem eru á bíl, bjóða ekki
hinum far. Hinir hefðu ekki þegið það. Fyrir
utan ausa vetrardekkin krapi yfir varnar-
lausa enda og mörg ungfrú Endi verður aö
ganga alla leiö í Efra-Breiöholtiö. Á meðan
leggur hún sanngjarnt hatur á aðra enda.
Húsbóndi endanna tæmir öskubakkana
ogtelurbrunagötin.
(&gi skal
höggva...
en innritast
núna!
Innritun hafin fyrir vorönn 1995! 93-51200