Ritmennt - 01.01.2001, Page 129

Ritmennt - 01.01.2001, Page 129
RITMENNT UPPLÝSINGIN tímabils, að sjálfsnám með lestri valinna bóka hljóti að vera mikilvægur þáttur í menntun alþýðu, og fræðsla og framfarir eru oft taldar fara saman. Þessi viðhorf ltoma líka fram í ritsmíðum, þar sem fjallað er um skólahald. Að þessu leyti birtist ákveðin samsvörun við viðhorf upplýsingarmanna. Að sönnu voru skoðanir slciptar um það, á hve háu stigi alþýðumenning væri raun- verulega og hve móttækilegur ahnenningur væri fyrir fróðleik í bólcum. Tekið skal dæmi um skrif af þessu tagi. Sigfús Eymundsson ræðir í eins konar greinargerð um útgáfu Sjálfsfræðarans, sem vera skyldi flokkur alþýðlegra fræðslurita (aðeins tvö komu út), um gagn, sem íslend- ingar áttu að hafa af því að eignast slík rit: Sé nú rit þessi nauðsynleg annarstaðar og gagn það sem þau gera þar, talið ómetanlegt, þá er auðvitað, að hér á landi, þar sem fátæktin haml- ar skólastofnunum og fámennið gerir torfengna góða kennara, en strjálbygð og efnaleysi meinar flestöllum að nota þá fáu og ófulllcomnu skóla, sem til eru, hér verðr nauðsynin þúsundföld á slíku ritsafni, og gagnsemd þess ætti að geta orð- ið ómetanleg,31 Eftirtektarvert er, að á síðustu áratugum 19. aldar og á öndverðri 20. öld er miklu meira urn það en áður, að alþýðufólk skrifi um nauðsyn þess að miðla fræðsluefni í riti. Þetta sést m.a. vel í ályktunum, sem sam- þykktar voru, þegar lestrarfélög voru stofn- uð, og í handslcrifuðum blöðum. Enn frem- ur sést áherzla á mikilvægi miðlunar fræðsluefnis glöggt í formálum ýmissa rita, sem út voru gefin á þessum tíma. Sjónar- mið, sem minna á sjónarmið upplýsingar- manna, koma þar skýrt fram. Tekin skulu nokkur dæmi um þetta. Sú hefð að gefa út fræðslurit um búnaðar- efni á íslenzku nær frá því snemma á hinni íslenzku upplýsingaröld til þessa dags. A því tímabili, sem hér um ræðir, voru fræðslumarkmið slílcra rita iðulega skýrð mjög í anda upplýsingarinnar. Þannig gerir Sigurður Þórólfsson grein fyrir fræðslu- markmiðum í formála bókarinnar Frumat- riði jarðræktarfræðinnar handa bændum og búmannaefnum: Fyrir mér vakir það, sem viðurkent er í ná- grannalöndum vorum, að frumatriði verklegrar og bóklegrar búfræði þurfi að lcomast inn á hvert einasta sveitaheimili til að efla áhuga hjá bænd- um til alls konar framtakssemi í búnaði, til að koma öðru sniði á búnaðinn og fá fjöldann til að veita honum ósleitilega fylgi sitt. - Fyrir þessu hafa aðrar þjóðir fulla reynslu. Og það kemur ekki til neinna mála, að vér íslendingar séum undantekning frá þessu, að búnaðar-vísindaleg mentun leiðtoganna og verkleg og bókleg ment- un hinna óbreyttu búnaðarliðsmanna hafi ekki hin sömu margvíslegu heillavænlegu áhrif á bún- aðarframfarir vorar sem annara þjóða. - Búnaðar- fræðslan, hin lægri sem æðri, er sú mentun, sem með fylsta rétti má segja um að verði látin í „aska og á diska", - í þjóðfélagsins sameiginlega ask og disk.32 I formála Ágrips af náttúrusögu handa al- þýðu fjallar Páll Jónsson (Árdal) um þýðingu þess, að fróðleik um náttúrufræði sé miðlað til almennings. Náttúrufræði var eitt þeirra sviða, sem upplýsingarmenn lögðu áherzlu á, að almenningur fræddist um. Framfaratrú þessa tíma, sem síðar verður um fjallað, birtist glöggt í formálanum. Þar segir m.a. svo: 31 Sigfús Eymundsson: „Sjálfsfræðarinn", bls. 76. 32 Sigurður Þórólfsson. Frumatriði iarðræktarfræð- innar handa bændum og búmannaefnum, bls. 1. 125
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Ritmennt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritmennt
https://timarit.is/publication/859

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.