Ljósmæðrablaðið

Ukioqatigiit

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1981, Qupperneq 4

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1981, Qupperneq 4
108 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ Við, sem höfum starfað með Guðmundi, minnumst hlédrægni hans og feimni en þó hressleika. Ávallt var gott að ræða við hann og ósérhlífni hans í hverju verkefni var viðbrugðið. Siðustu tvo vetur kynntumst við honum vel er hann kenndi okkur í Ljós- mæðraskóla íslands. Alltaf var hann fyrstur mættur síðastliðinn vetur á hverjum mánudagsmorgni og þá fórum við að tínast inn ein og ein. Allar vorum við sammála um að bestu tímarnir væru hjá honum, að öðrum ólöstuðum, og hefðum við viljað að hann kenndi okkur fleiri tima. Allt var svo vel sett upp og skipulagt. En stundum fundum við að hann var ekki sem ánægðastur með frammistöðu okkar, en mikið vildum við til vinna að svo yrði ekki. Þvi urðum við heldur glaðar þegar við fréttum að hann hefði verið ánægður með prófin okkar í vor. Hann gat líka verið smástríðinn í timum, en lagni hans dró fram þekkingu okkar þótt minni virtist tómt. Hann fékk okkur til að hugsa og stríddi ofurlítið er hugsunin átti það til að lokast. Alltaf var gott að vinna með Guðmundi, er ávallt hafði kennslumöguleika í huga gagnvart okkur, og því var lærdómsríkt að hlusta á hann tala við konurnar er til hans sóttu. Ef einhver gleðskapur var á sjúkrahúsinu var hann hrókur alls fagnaðar og erfitt verður að hugsa sér fagnað þar í framtíðinni án hans. Hjá því verður ekki komist að hugsa til þeirra kvenna er til hans leitpðu og voru enn til meðferðar er hann féll frá. Okkur er kunnugt um að margar þeirra minnast hans með þakklæti og söknuði. Alltaf er Guðmundur fór í frí erlendis sendi hann kveðjur á deildina, er sýnir hvern mann hann hafði að geyma og hug þann, sem hann bar til okkar. Erfitt er að sætta sig við tilhugsunina um að hann skuli vera farinn og ekki koma aftur. Hugurinn vill helst að hann sé aðeins farinn í frí. Við útskrift okkar talaði hann ógleymanlega en þó óundirbúið og ekki varð hópmyndataka án hans. Innilegar samúðarkveðjur flytjum við eiginkonu hans, börnum og tengdabörnum.

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.