Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1981, Blaðsíða 15

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1981, Blaðsíða 15
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 119 MINNING Sigurbjörg Júlía Jónsdóttir Ijósmóðir f. 27. júlí 1904 d. 8. nóvember 1981 Sigurbjörg var fædd að Kampholti í Flóa, dóttir hjónanna Guðrúnar Árnadóttur og Jóns Brynjólfssonar bónda Vatnsholti, Villingaholtshreppi og viðar. Sigurbjörg útskrifaðist úr L.M.S.Í. 30. september 1941. Réðist hún þá sem ljósmóðir i Villingaholtshrepp, þar sem hún var ljós- móðir til ársins 1946, en þá fluttist fjölskyldan til Reykjavíkur. Um vorið réðist hún sem aðstoðarljósmóðir á Fæðingardeild Landspítalans. Þar vann hún siðan til ársins 1959. En kynni mín af Sigurbjörgu hófust í október 1954, er ég kom nemandi í L.M.S.Í. Árið 1952, á miðju skólaári deyr þáverandi yfirljósmóðir, Mar- grét Guðmundsdóttir en þær Sigurbjörg voru skólasystur. Sigur- björg var þá beðin um að hlaupa í skarðið, sem hún og gerði. Hún var svo yfirljósmóðir til áramóta 1956—1957. Það var mikið og krefjandi starf, sem Sigurbjörg var þarna komin i, og eins og hún sagði mér seinna, starf sem hún hafði aldrei ætlað að taka að sér. Enda sótti hún aldrei um þessa stöðu. Ég ætla aðeins að lýsa störfum yfirljósmóður á þessum árum, því með þvi móti lýsi ég einnig Sigurbjörgu. Yfirljósmóðir Fæðingardeildar Landspítalans bjó í heimavist É.M.S.Í., þar sem hún hafði tvö herbergi til umráða. Hún var aðalkennari Ljósmæðraskólans, ásamt yfirlækni deildarinnar, sem var skólastjóri. Og þar sem hún bjó í nábýli við nemana, hafði hún einnig alla umsjón með þeim. Ég minnist engra árekstra vegna þessa nábýlis.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.