Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1981, Blaðsíða 22

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1981, Blaðsíða 22
126 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ munkurinn væri faðir barnsins. Hann reif barnið úr höndum móðurinnar og reyndi að slengja því í gólfið, en nærstatt fólk kom i veg fyrir það. 1889 var frá því sagt í bresku blaði, að verkamannskona hefði fætt barn í sigurkufli. Belgurinn var lagður til hliðar í nokkra klukkutíma. Þá varð einhver til þess að skoða belginn nánar og varð forviða að sjá á hann prentað greinilegum stöfum „Breska og erlenda bibliufélagið” en belgurinn var orðinn alveg uppþorn- aður. Vinir og nágrannar flykktust að til þess að sjá kraftaverkið. Læknirinn sem var við fæðinguna, var þó vantrúaður og fann brátt að belgurinn hafði af tilviljun verið lagður yfir titilblað Biblíunnar, þar sem orðin voru prentuð. Aðrir viðstaddir tóku þó ekki til mála svo hversdagslega skýringu og voru sannfærðir um að barnið væri fæddur trúboði, sem ætti fyrir sér mikla framtíð í því starfi. Almennt var sigurkuflinn einnig álitinn vera verndari barnsins gegn göldrum, illum öndum, djöflum og þvi að galda- eða álf- konur stælu barninu og skildu eftir sitt eigið ljóta og ófullkomna afkvæmi, umskiptinginn. Kuflinn átti að varðveita, og hér á Islandi gróf ljósmóðirin sigurkuflinn venjulega undir þröskuld, sem móðirin seinna sté yfir. Það var trú manna að ef barn dæi, gæti sál þess komið til móðurinnar og endurfæðst. Einnig var álitið að ekki mætti skilja belginn eftir á víðavangi, því þá gætu illir andar komist í hann. Væri belgurinn brenndur, myndi barnið týna sálu sinni, en það er venjan nú til dags og því kannski ekki furða þótt sáluleysi sé orðið eins mikið og raun ber vitni. Sigurkuflinn var víða notaður til þess að öðlast mælsku og svo mun hafa verið í hinni fornu Rómaborg. Mikil hjátrú var tengd þessu á íslandi, í Danmörku, Englandi og víðar, og er e.t.v. skýringin á hárkollum dómara og lögfræðinga. Eins var álitið að sigurkuflinn hjálpaði ljósmóðurinni í starfi, en snemma urðu læknar vantrúaðir á það, og er ekki ósennilegt að dýrkeypt reynsla í starfi hafi valdið því. Mauriceau, sem skrifaði bók um fæðingarfræði 1775, hafði ekki mikla trú á mætti sigurkuflsins, en viðurkenndi þó að það að fæðast í sigurkufli væri merki þess að fæðingin hefði verið auðveld fyrir móðurina og barnið væri sennilega óskaddað. í gamla daga kom það fyrir að ljósmæður stælu sigurkuflinum

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.