Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1981, Síða 30

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1981, Síða 30
134 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ Sjóðnum er ætlað það hlutverk, að standa straum af kostnaði við fræðslustarfsemi sjóðsfélaga. Einstaklingar og félög innan B.S.R.B. geta sótt um styrk til endurhæfinganáms og námskeiðahalda. Sjóðurinn er án efa hið merkasta framtak og styrk stoð fyrir félögin innan B.S.R.B. Alþjóðamótið Guðrún Björg Sigurbjörnsdóttir sagði frá ferð 9 islenskra ljós- mæðra á alþjóðamót ljósmæðra, haldið i Brighton í Englandi 13.—18. sept. sl. Fulltrúar íslands voru Guðrún Björg og Anna G. Ástþórsdóttir. Stjórnarfundur norrænu ljósmæðrasambandanna Hulda Jensdóttir sagði frá fundinum, sem haldinn var á Álandseyjum í maí 1981. Erindi Huldu birtist hér í blaðinu, en erindi Guðrúnar Bjargar mun birtast í 1. tölublaði næsta árs. Formaður bar undir fundinn inntökubeiðni í Ljósmæðrafélag íslands frá Simeona G. Munoz, ljósmóður frá Filippseyjum. Simeona hefur hlotið starfsleyfi á íslandi. Hún er búsett á Akur- eyri. Umsóknin var samþykkt samhljóða. Fjáröflunarnefnd Formaður ræddi um nauðsyn þess að afla félaginu tekna með basar eða annarri fjáröflunarleið. Tilnefndi hún eftirtaldar Ijós- mæður í fjáröflunarnefnd: Soffíu Valdimarsdóttur Ingibjörgu Stefánsdóttur Torfhildi Þorleifsdóttur Sigurborgu Kristinsdóttur Jóhönnu Pálsdóttur Önnu Þorsteinsdóttur Ástu Hermannsdóttur. Fleiri mál voru ekki rædd. Fundinn sátu 32 ljósmæður. Ljós- mæður sáu um veitingarnar. Sigurbjörg Guðmundsd., ritari

x

Ljósmæðrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.