Ljósmæðrablaðið - 01.12.1981, Blaðsíða 6
110
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ
auðveldlega þegar hann tók sig til og stríddi okkur, en það kom
fyrir við og við, og auðvitað var reynt að borga fyrir sig.
Samstarf okkar Guðmundar var margþætt, við störf á deild-
inni, kennslu í Ljósmæðraskólanum og svo vorum við gjarna sett
í skemmtinefnd er haldnar voru árshátíðir, þar sem við tróðum
upp sem leikarar. Við útskrift í Ljósmæðraskólanum var ég vön
að koma honum til að halda smáræður og fékk svo skammir frá
honum á eftir fyrir að ota honum út í svona lagað. Það var hins
vegar óþarfi, því tölur hans vöktu almenna gleði viðstaddra.
í raun er þetta ekki minningargrein um Guðmund, aðeins flett
upp í bók liðinna ára og þar er Guðmundr á mörgum blaðsíðum.
Vinnusamur, fullur áhuga á öllu mannlegu, læknandi, bæði and-
lega og líkamlega. Á gleðifundum var hann manna glaðastur og
hreif alla með sér. Trúmaður, án þess að bera það utan á sér.
Það eiga margir um sárt að binda vegna fráfalls Guðmundar
Jóhannessonar læknis. Sjúklingar hans, samstarfsfólkið á
mörgum stöðum, en þó fjölskyldan fyrst og fremst. Guðrún mín,
frá mér og öðrum ljósmæðrum færð þú og börnin innilegustu
samúðarkveðjur okkar, um leið og við þökkum Guðmundi fyrir
allt. Megi minningin um mikilhæfan og góðan mann lifa með
okkur.
Kristín I. Tómasdóttir
Staða Ijósmóður
við Sjúkrahúsið á Hvammstanga er laus frá 15. febrúar
n. k. Upplýsingar gefur sjúkrahúsráðsmaður í sima 95-1348
eða 95-1429.