Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1981, Blaðsíða 20

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1981, Blaðsíða 20
124 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ Ræöa Guðrúnar Ólafar Jónsdóttur Elsku Sigurður, Dídí, Guðmundur, Eva, Freyja og Jónas. Gott samstarfsfólk, nemar og aðrir gestir. Jæja — nú er þetta búið. Tvö ár tók það, að koma okkur á þetta stig, að útskriftinni. Sjálfsagt hafa margar okkar hugsað eins og ég fyrir tveim árum, — skyldi ég geta þetta? — en ég skal. Stundum erfitt, oftast skemmtilegt, en umfram allt gagnlegt. Ekki bara hvað viðkemur því að læra sitt fag, heldur ekki síður það að læra og vinna með góðu fólki, efla sjálftraust sitt og kynnast frá- bærri samstöðu hverrar annarrar. Hér höfum við lært það starf, sem verður ævistarf okkar flestra. Það eru ekki bara við sem höfum reynt að leggja okkur fram, aðrir starfsmenn skólans og spítalans hafa ekki síður lagt sig fram um að gera okkur að því sem við í dag erum. Fyrir það færi ég okkur innilegustu þakkir. Þakka ykkur fyrir gott fólk. Við viljum líka þakka foreldrum okkar, eiginmönnum og öðrum vandamönnum fyrir að styðja okkur og styrkja meðan á náminu stóð. Við erum bæði ánægðar og stoltar yfir að vera í dag hluti ljós- móðurstéttarinnar. í þeirri stétt, einni elstu starfsstétt kvenna, eru samankomnar sterkar og sjálfstæðar konur sem við berum virðingu fyrir. Og nú, þegar við kveðjum skólann og spítalann, berum við þá sterku von í brjósti, að sú vinátta og góðu tengsl sem hér hefur verið stofnað til, verði aldrei rofin. Þakka ykkur fyrir. Ræða próf. Siguróar S. Magnússonar Enn einu sinni erum við samankomin til að gleðjast með ykkur ungu glæsilegu konur, sem nú útskrifast úr Ljósmæðraskólanum og bætist í ljósmæðrastéttina. í dag er merkisdagur í lífi ykkar, vinna ykkar hefur skilað árangri, þið hafið náð takmarki ykkar. Kennarar ykkar og aðrir þeir, sem stuðlað hafa að menntun ykkar óska ykkur innilega til hamingju með daginn. Á sama tima fyll- umst við vissulega trega við að sjá á bak nokkrum ykkar til fjar-

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.