Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1981, Blaðsíða 23

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1981, Blaðsíða 23
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 127 og gæfu hann öðru barni, eða seldu hann, því hann var álitinn mjög vænlegt galdrameðal. Louise Bourgeois, sem var fræg ljós- móðir við frönsku hirðina, skrifaði 1617 í ljósmæðrafræði sína, að aldrei mætti geyma sigurkuflinn, svo að hann yrði ekki notaður af galdrakonum. Meðal annars var talið, að ef karlmanni væri gefinn sigurkufl í duftformi yrði hann undireins skotinn í stúlkunni sem gæfi honum duftið. Ein mjög útbreidd trú var að sigurkuflinn verndaði sjómenn frá lífsháska. I breskum blöðum á 18. og 19. öld er að finna margar auglýsingar um sigurkufla til sölu. Verðið var mjög hátt í fyrra stríði og árið 1954 reyndi ensk ljósmóðir að kaupa sigurkufl fyrir £10 og ætlaði sér að gefa hann sjómanni. Móðirin neitaði að selja sigurkuflinn, vildi heidur að hann yrði barni sinu til gæfu á lifs- leiðinni. Eins og þið vitið þá sprengjum við alltaf belgi nokkuð snemma í fæðingu, kannski ættum við að hætta því svo að nokkr- um íslendingum hlotnaðist sú gæfa að fæðast í sigurkufli. Já, nú eru tímarnir breyttir og þótt við trúum ekki lengur á ýmsa skemmtilega hluti af þessu tagi, hlýtur ljósmæðrastarfið að vera ánægjulegra í dag, því möguleikar okkar á að hjálpa konunni og barninu hafa stóraukist og árangurinn af starfi okkar orðinn mun meiri en áður var. Þið hafið gengið i gegnum strangan skóla og staðið ykkur með prýði. Gleymið þó ekki, að þetta tveggja ára nám, er aðeins smá undirbúningur, þvi starfsreynslan er og verður alltaf aðalskóli lífsins. Starfið sem þið hafið valið er ekki létt, því aldrei má sofna á verðinum eða láta athyglina sljóvgast og ákvarðanirnar, sem þið þurfið stundum að taka, geta verið afdrifaríkar. Ég vona að í framtíðinni munið þið allar gera ykkar besta í þágu þeirra, sem þið hafið tekið að ykkur að hjálpa. Ef þið verðið alltaf samviskusamar og trúar ykkar hlutverki, munu ykkur hlotnast þau laun sem mölur og ryð fá ekki grandað. Guðmundur, vinur minn, Johannesson, læknir segir mér að ég verði helst til hátíðlegur við þessi tækifæri, og ég verð því að segja ykkur eina litla tvíburasögu. Prófessor nokkur skrýtinn, þó ekki SSM, eignaðist tvíbura með konu sinni, en sama dag tókst honum að koma frá sér bók mikilli, sem hann hafði verið að skrifa í 10 ár. Næsta dag, þegar hann kom inn í fyrirlestrarsalinn til stúdenta sinna klöppuðu þeir ákaft fyrir tvíburunum. Prófessorinn, sem hafði allan hugann við bókina frægu varð hrærður og sagði:

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.