Ljósmæðrablaðið - 01.12.1981, Blaðsíða 28
132
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ
mæðrasambandsins skrifaði Norðurlandaráði bréf, þar sem þetta
var átalið, þar eð fyrrnefndur fundur i Finnlandi fjallaði um mál,
sem í hæsta máta snerti ljósmæður mikillega. Fundurinn skrifaði
einnig bréf til alþjóðasambands ljósmæðra, þar sem bent var á
þau leiðu mistök, að sambandið hefði ekki tilkynnt um alþjóða-
mótið, sem halda átti í september 1981 á Englandi, til sumra ljós-
mæðrafélaganna á Norðurlöndum, fyrr en löngu eftir að mótið
hafði verið auglýst í málgagni hjúkrunarfræðinga í viðkomandi
löndum.
Á fundinum var mikið rætt um stöðu hinnar menntuðu ljós-
móður nútímans annars vegar, og hins vegar um tækjabúnað og
tæknivæðingu nútímans.
Formaður sænska ljósmæðrafélagsins flutti mjög athyglisverða
„hugvekju” um þetta efni, sem hún lauk með spurningunni: hvað
verður um þekkingu okkar sem ljósmæðra? Hvað verður um þær,
sem nú eru ljósmæðranemar?
Formaður norska ljósmæðrafélagsins flutti einnig mjög
athyglisvert erindi um notkun sonar, og niðurstöður athugana,
sem hún ásamt fleirum hefur gert. Hún lagði til að ljósmæðra-
félögin á Norðurlöndum gengjust fyrir athugunum eða svipuðum
rannsóknum, og legðu niðurstöðurnar fyrir næsta fund.
Að lokum hlýt ég að nefna og minnast hversu rausnarlega var
tekið á móti fulltrúunum frá Norðurlöndunum 4, af finnsku ljós-
mæðrunum, sem voru gestgjafar að þessu sinni og skiluðu því
hlutverki af mikilli reisn.
í hópi finnsku ljósmæðranna á Álandseyjum voru konur sem
áttu sæti í heilbrigðisráðuneyti eyjanna og ein sem sat á „alþingi”
þeirra, sköruleg stjórnmálakona. Þessa nutum við gestir ríkulega í
margvíslegri mynd og voru þær stöllur allar mikill sómi fyrir stétt
sína.
Að siðustu þetta. Öllum var ljóst, að ljósmæður hefðu i mörg
horn að líta til að gæta réttar síns, sem svo auðveldlega er hægt að
glata, þrátt fyrir langt, strangt og dýrt nám og haldgóða þekk-
ingu, ef ekki er vakað með kostgæfni á verðinuin. Samstaða og
árvekni er nauðsyn á heimavelli og í norrænni samvinnu.
Reykjavík, í október 1981,
Hulda Jensdóttir.