Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1981, Blaðsíða 17

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1981, Blaðsíða 17
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 121 Reykjavíkur. Frá því hún hætti á Fæðingardeildinni um vorið 1959, var mikið leitað til hennar vegna heimafæðinga í Reykjavík og nágrenni og stundaði hún heimafæðingar fyrstu árin með vinnu sinni á Heilsuverndarstöðinni. Þar vann hún svo óslitið til ársins 1974, er hún lét af störfum, þá sjötug að aldri. Árið 1975 bauð ég Sigurbjörgu að útskrift í L.M.S.Í., en þá átti ég 20 ára útskriftarafmæli og vorum við flestar skólasysturnar mættar. Ég minnist þess hversu glöð hún varð að við skyldum muna eftir sér og fá hana með okkur þessa stund. Pétur H. Jakobsson var yfirlæknir þau ár, sem Sigurbjörg var yfirljós- móðir. Þær eru búnar að kveðja Pétur og kveðja nú Sigurbjörgu með kærri þökk fyrir liðnar samverustundir og minnast um leið mikillar og góðrar konu og ljósmóður. Ég veit að Sigurbjörg átti systur og systurbörn, sem voru henni mjög kær. Þeim sendi ég hlýjar samúðarkveðjur við fráfall elsku- legrar systur og frænku. Megi minning hennar lýsa okkur fram á veginn í bættri þjón- ustu við verðandi foreldra í þessu landi. Kristín Ingibjörg Tómasdóttir Sigurbjörg Júlía Jónsdóttir, Ijósmóðir Kveðja frá Ljósmæðrafélagi íslands Sigurbjörg var gerð að heiðursfélaga í Ljósmæðrafélagi íslands ú 60 ára afmæli félagsins 2. maí 1979. En Sigurbjörg var ekki ein- göngu heiðursfélagi, heldur og góður félagi og ljósmóðir, sem vildi stétt sinni einungis það besta. Ljósmæðrafélag íslands þakkar Sigurbjörgu þátttöku í félags- skap og góðar samverustundir um leið og það sendir ættingjum hennar sínar bestu samúðarkveðjur. Stjórn Ljósmæðrafélags íslands

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.