Ljósmæðrablaðið - 01.12.1981, Blaðsíða 32
136
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ
Fréttir frá landshlutadeildum
Skýrslur afhentar á aðalfundi ’81
Skýrsla Suðurlandsdeildar
í Suðurlandsdeild voru haldnir þrir fundir frá síðasta aðalfundi
LMFÍ.
Aðalfundur 1980 var haldinn 13. júní. Þar sem félagssvæði
okkar er stórt, er oft erfitt fyrir félaga að hittast. Var því tekið
það ráð, að fjölmenna í rútu austur í Álftaver til Arndísar Salvars-
dóttur. Á fundinn mættu 11 ljósmæður. Þar kom fram áhugi
fyrir að koma á fót foreldrafræðslu i tengslum við mæðravernd
og var í það mál kosin nefnd. Gjaldkeri gerði grein fyrir kaupum á
Bilirubintæki, sem deildin, ásamt sambandi sunnlenskra kvenna
gefur sjúkrahúsi Selfoss.
Næsti fundur var haldinn á Selfossi 19. 02. ’81. Gestur fundar-
ins var Vilborg Einarsdóttir. Var þar sérstaklega rætt um væntan-
legar breytingar sem verða á fæðingarhjálp og aðstöðu ljósmæðra
með tilkomu nýja sjúkrahússins. Samþykkt var að senda til
rekstrarstjórnar SHS, fyrirspurn um, hvort fjölga eigi stöðum
ljósmæðra þar og hvernig vinnutilhögun þeirra verði háttað.
Ástæðan fyrir þessari fyrirspurn er sú, að undanfarin ár hefur
þeim konum fjölgað, sem kosið hafa að fæða í Reykjavík. Má
nefna, að árið 1979 voru 272 fæðingar á þjónustusvæðinu, þar af
aðeins 86 á sjúkrahúsi Selfoss, eða um 30%, og stefnum við að því
að snúa dæminu við. Svar við þessu bréfi hefur enn ekki borist,
þar sem ekki hefur verið ráðinn yfirlæknir.
Aðalfundur 1981 var haldinn á Selfossi 26/4 ’81. Mættar voru
14 ljósmæður, auk gesta, sem voru Vilborg Einarsdóttir, Eva
Einarsdóttir og Sigurbjörg Guðmundsdóttir.
Á fundinum var ákveðið að kaupa hlustunartæki (DOPTONE)
til að gefa Heilsugæslustöðinni til minningar um Georgínu
Stefánsdóttur ljósmóður, er lést árið 1977, en hún átti frumkvæði
að ungbarnaeftirliti á Selfossi og var mjög áhugasöm um alla
heilsugæslu.
Elín Stefánsdóttir sagði af sér formennsku, nýr formaður