Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1981, Blaðsíða 5

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1981, Blaðsíða 5
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 109 Við tökum þátt í sorg þeirra og söknuði, en erum þakklátar fyrir að hafa fengið að kynnast og starfa með slíkum manni. Ljósmæður útskrifaðar í september 1981. Guðmundur Jóhannesson, læknir, vinur minn og samstarfs- maður, er látinn. Burtu kallaður án fyrirvara, í fullu starfi og með óendanlega starfsorku að mati okkar er með honum störfuðu. Guðmundur var fæddur 27. janúar 1925 á Seyðisfirði, sonur hjónanna Elínar Júlíönu Sveinsdóttur og Jóhannesar Sveins- sonar, úrsmiðs. Hann kvæntist 18. nóvember 1950 Guðrúnu Þorkelsdóttur, bónda á Selfossi Bergssonar, elskulegri konu, sem reyndist manni sínum mikil stoð og stytta i hans mikla starfi. Þau eignuðust 6 mannvænleg börn, sem sjá nú á eftir góðum föður, löngu áður en nokkrum kom til hugar. Kynni okkar Guðmundar hófust, er hann réðist sem læknir að fæðingar- og kvensjúkdómadeild Landspítalans í júlí 1966, þar sem ég starfaði sem ljósmóðir. Mér féll maðurinn strax vel í geð, var hress í tali og fljótur til þegar á lá og ætíð gott að leita til. Þegar ég lít til baka, er fyrsta mynd min af Guðmundi á aðfangadagskvöld jóla 1966, er hann mætti á kvöldstofugang, ásamt öðrum læknum deildarinnar, með sinn fallega og prúðbúna barnahóp. Hin síðustu jól kom hann með yngstu dótturina og litla afastelpu. í ár verður sætið hans autt, en hugir margra munu hvarfla til hans með þökk fyrir liðin ár. I júlí 1967 var ég á leið til Noregs ásamt manni minum. Fórum við með Gullfossi til Kaupmannahafnar. Við urðum fyrir því láni að fá að ferðafélögum þau Guðrúnu og Guðmund. Þetta var sannkölluð sólskinsferð, þar sem allt varð okkur til gleði. Oft höfum við minnst atvika úr þessari ferð og brosað að uppá- tækjum okkar. Þegar ég kom til baka úr þessari ferð að ári liðnu, var ég orðin yfirljósmóðir. Þá var gott að vita af Guðmundi á staðnum og geta leitað til hans með svo margt, ekki veitti mér af. Samstarf Guðmundar og ljósmæðranna var með eindæmum gott. Okkur þótti öllum svo vænt um hann og fyrirgáfum honum

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.