Ljósmæðrablaðið - 01.12.1981, Blaðsíða 34
138
L J ÓSMÆÐRABL AÐIÐ
slökunar og öndunaræfingum fyrir verðandi mæður, hér í höfuð-
stað Norðurlands.
Fundurinn telur einnig, að nauðsynleg sé samvinna milli þeirra,
sem kenna á námskeiðunum, og hinna, sem aðstoða konur í
fæðingu og sængurlegu.
Bestu kveðjur. f.h. Norðurlandsdeildar L.M.F.Í.
Margrét Þórhallsdóttir
formaður
(Þessi námskeið eru nú hafin á Heilsuverndarstöð Akureyrar,
þegar þetta er ritað 6. maí ’81.)
1. apríl ’81 var fundur haldinn að Hamarstíg 37. Valgerður
Bjarnadóttir félagsráðgjafi, sem starfar við sjúkrahúsið á Akur-
eyri, var fengin til að flytja erindi. Kynnti hún nám og störf
félagsráðgjafa, og var fróðlegt að fá innsýn í þeirra störf.
Á þessum fundi var tekið til umræðu, hve seint gengi að koma
Ljósmæðratalinu út. Þótti það all illt, hve lengi það hefur dregist.
Einnig voru tekin til umfjöllunar starfsskilyrði og fyrirkomulag
við mæðraskoðun í Heilsuverndarstöð Akureyrar. Þótti þar
úrbóta þörf, sem og stendur vist til að gera.
Stjórn deildarinnar er þannig skipuð:
Formaður: Margrét Þórhallsdóttir.
Varaformaður:
Gjaldkeri:
Ritari:
Meðstjórnandi:
Ingibjörg Björnsdóttir
Heba Ásgrímsdóttir
Þóra Pálsdóttir
Freydís Laxdal
▲ ▲
Minningargjöf
í tilefni af útskrift ljósmæðra frá Ljósmæðraskóla Islands,
afhentu 11 ljósmæður útskrifaðar 1951, peningagjöf til Ljós-
mæðrafélags íslands, til minningar um skólasystur sína Þuríði
Guðmundsdóttur ljósmóður, er lést 1974.
Fénu, kr. 1100,00 skal varið til styrktar stéttartali ljósmæðra.