Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1981, Blaðsíða 19

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1981, Blaðsíða 19
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 123 Útskrift úr Ljósmæðraskóla íslands 26. 09. 1981 Útskrift úr Ljósmæðraskólanum var með venjulegum hætti. Boðið var til kaffisamsætis undir stjórn Kristínar I. Tómasdóttur, yfirljósmóður. Eftir ræðu prófessors Sigurðar S. Magnússonar, skólastjóra Ljósmæðraskóla fslands, voru útskrifaðar 12 nýjar ljósmæður. Við útskriftina töluðu einnig Guðmundur Jóhannesson læknir, Vilborg Einarsdóttir formaður Ljósmæðrafélags íslands og Guðrún Ólöf Jónsdóttir talaði fyrir hönd nýútskrifaðra ljós- mæðra. Einnig hvað sér hljóðs Jóhanna G. Erlingsson móðir Guðrúnar Ólafar, talaði hún m.a. um hinn mannlega þátt ljósmóðurinnar og minntist ljósmæðra i sinni ætt, þar á meðal Þórunnar grasa- konu, sem svo var nefnd, en hún var fræg fyrir notkun jurta við meinsemdum mannfólks. Hér á eftir koma ræður prófessors Sigurðar S. Magnússonar, skólastóra Ljósmæðraskóla íslands, og Guðrúnar Ólafar Jónsdóttur, nýútskrifaðrar ljósmóður. Fremri röð frá vinstri: Sigríður Haraldsdóttir, Eva S. Einarsdóttir kennari, prófessor Sigurður S. Magnússon, Kristín I. Tómasdóttir yfirljósmóðir, Guðmundur Jóhannesson lœknir, Guðlaug Björnsdóttir og Sigríður Pálsdóttir. Aftari röð frá vinstri: Katrín Edda Magnúsdóttir, Sigríður Jónsdóttir, Hrefna Einarsdóttir, Katjana Leifsdóttir Edwardsen, Sumarlína Pétursdóttir, Elísabet María Erlendsdóttir, Rún Torfadóttir, Ólöf Guðríður Björnsdóttir, Guðrún Ólöf Jónsdóttir.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.