Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1981, Blaðsíða 16

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1981, Blaðsíða 16
120 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ Hún kenndi nemunum bæði bókleg og verkleg fög. Hún tók alltaf fyrstu fæðingarnar með hverjum nema og svo oft er lengra var komið. Hún skrifaði vaktskýrslur fyrir ljósmæður og nema. Hún sá um daglegt sjúklingauppgjör fyrir Fæðingardeildina. Hún var mætt, ekki seinna en kl. 8.00 alla virka daga vikunnar og oft á sunnudögum líka. Hún var alltaf kölluð út, ef gera þurfti keisaraskurð, taka barn með töng eða ef eitthvað sérstakt kom upp á. Einnig, ef þær sem voru á vakt komust engan veginn yfir þau störf, sem vinna þurfti. En venjulega voru tvær ljósmæður og tveir nemar á vakt í einu, nema á morgunvakt, þá var oft tveimur fleira. Enda kom mér staða yfirljósmóður þannig fyrir augu að hún ætti aldrei frí, nema 4 vikur á sumri þegar hún fór í sitt sumarfrí og jafnframt úr íbúð sinni í L.M.S.Í. Ég undraðist líka oft hvernig hægt væri að lifa við þessar aðstæður. Endalaus vinna — misjafn svefn — yfirfull fæðingardeild — engin pláss — ekkert tau — kennsla Ijósrnæðranema — próf — útskrift — nýir nemar, aldrei neitt stopp — aldrei almennileg hvíld. Og kaupið lítið, ekkert álag á óþægilegan vinnutíma, né borgað fyrir alla þá yfirvinnu sem þessi kona vann. En þetta virtist allt vera svo sjálfsagt, a.m.k. leit það svo út, enda ekki til siðs á þeim árum að borga fólki, nema sín mánaðarlaun. Sigurbjörg var yfirljósmóðir, þegar ég var i L.M.S.Í. Ekki neita ég því að ég var ögn hrædd við hana, en bar jafnframt mikla virðingu fyrir henni. Hræðslan hvarf þó við nánari kynni, en virðingin ekki. Ég minnist þess að mis-vinsælt var það af nemum jafnt sem ljósmæðrum að vekja yfirljósmóður að nóttu til, vitandi það að oft var hún ný-sofnuð þegar nýtt kall kom. Einhvern veginn varð það svo, er ég var á næturvakt, að þetta starf kom oft í minn hlut. Og ekki þótti mér það verra er Sigurbjörg eitt sinn sagði við mig, en þá var ég búin að vera ljósmóðir í ein 2 ár. ,,Kristín mín, ég held að enginn veki mig eins vel og þú.” Kynni mín af Sigurbjörgu voru lítil utan Fæðingardeildarinnar, en þar sá ég hana sem sterkan persónuleika, sívinnandi við erfiðar aðstæður, eilíf þrengsli og alltof fátt starfsfólk. Það undraði mig því ekki, þegar hún hætti sem ljósmóðir á Fæðingardeild Land- spítalans árið 1959. 1960 hóf hún svo störf við mæðradeild Heilsuverndarstöðvar

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.