Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1981, Blaðsíða 13

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1981, Blaðsíða 13
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 117 um sjúkdómi. Stundum er hjálplegt að gera rectal skoðun því oft má finna leg við þá skoðun hjá stúlkubörnum á fystu dögum eftir fæðingu. Ef litningarannsókn sýnir að um dreng er að ræða, þarf oft að gera laparotomiu eða laparoskopiu til að útiloka herma- hproditismus eða önnur vandamál. Einnig er í flestum tilfellum rétt að rannsaka nánar starfsemi annarra innkirtla og eins og vikið verður að síðar, kanna hvort vefir þeir sem eiga að mynda kyn- færin séu ónæmir fyrir hormónaáhrifum. Meðferð og framtíðarhorfur Eins og sagt er að framan, skal líta á barn sem fæðist með óeðli- leg kynfæri sem „akút tilfelli”. Fyrst og fremst til að greina og meðhöndla strax þau börn sem eru í hættu vegna truflana á starfsemi nýrnahettna og jafnframt til að fá fram rétta kyngreiningu, því barnið öðlast ekki þegnrétt sem einstaklingur, hvorki hjá foreldrum né öðrum í nánasta um- hverfi þess, fyrr en sú greining liggur fyrir. Börn með adrenogeni- tal syndrom þurfa lyfjameðferð, venjulega með hydrocortison og salthormón (Florinef) ævilangt. Sé fylgst vel með þeim á þeirri meðferð, geta þau lifað fullkomlega eðlilegu lífi og verið frjó. Stúlkubörnin þurfa oft skurðaðgerðir á genitalia sem yfirleitt takast mjög vel. Þegar um er að ræða drengi með vansköpuð kynfæri er ekki síður mikilvægt að vanda til rannsókna og greininga. Ef þetta má rekja tl truflunar á hormónastarfsemi, annað hvort á eistum eða heiladingli, má oft með viðeigandi skurðaðgerðum laga útlit kyn- færa og síðan gefa hormónameðferð á kynþroska- og fullorðins- aldri. Hins vegar er nauðsynlegt að útiloka þann möguleika að frumur þær, sem eiga að mynda kynfærin, séu ómóttækilegar fyrir karlhormónum. í slíkum tilfellum myndi gagna lítt að gera skurðaðgerðir því að kynfæri þessara drengja svara engri meðferð og kynþroski verður því enginn. Flestir eru sammála um að þessi börn sé rétt að greina sem stúlkubörn hver svo sem litningagerðin er. Sama máli gegnir um drengi sem fæðast með svo vansköpuð kynfæri að ekki er hægt að laga þau. Slíkur einstaklingur getur nieð tiltölulega auðveldum aðgerðum lifað nánast eðlilegu lífi sem hona, þó að sjálfsögðu sé hún ófrjó. Á hinn bóginn er verra að ala slíkan einstkling upp sem dreng og standa svo frammi fyrir því um

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.