Ljósmæðrablaðið - 01.04.1983, Síða 3
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ
3
Norðurlandamótið
5.-8. júní 1983
Mótsstaður verður Hótel Loftleiðir
Hér birtum við dagskrána i stórum dráttum, en þó með fyrir-
vara um hugsanlegar breytingar. Ennþá vantar nöfn á suma fyrir-
lesara, svo og efni það sem flutt verður. Réttur til breytinga er
áskilinn, en endanleg dagskrá verður afhent við innritun á þingið.
Ljósmæður, ef þið hafið ekki nú þegar tilkynnt þátttöku, þá
vinsamlegast gerið það strax, vegna ýmiss konar undirbúnings,
sem þarf að vera búinn í tæka tíð.
F.h. undirbúningsnefndar
Kristín I. Tómasdóttir
Sunnud. 5. 6. 1983: Koman til Reykjavíkur.
Innritun.
íslenskt fiskréttahlaðborð.
Mánud. 6. 6.:
Kl. 9:50
— 10:00
— 10:15
— 10:30
— 12:00-13:00
— 13:15
— 14:15
Mótsgestir eiga að vera komnir í sæti.
Mótið sett.
Bæn.
Ávarp landlæknis, Ólafs Ólafssonar.
Kveðjur frá fulltrúum Norðurlanda:
Danmörk, Finnland, Færeyjar, Noregur, Svíþjóð
Hádegisverður.
Próf. Sigurður S. Magnússon: Saga íslenskrar
fæðingarfræði.
Danm. Tove Dohn: Fræðsla um Norðurlandasam-
band ljósmæðra.