Ljósmæðrablaðið - 01.04.1983, Page 6
6
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ
TAFLA I.
1. Fyrirburar, sem ekki útskrifast með mæðrum.
2. Léttburar (fullburða minni en 2.600 gr).
3. Ef Apgar 1 mín. 2, eða Apgar 1 mín. + Apgar 5 min. 10.
4. Vansköpuð börn.
5. Nýburar sem fá hypoglycemiu, krampa, meningitis, chroniska
sýkingu á fósturskeiði
þurfa öndunarhjálp, blóðskipti.
6. Börn mæðra með félagsleg vandamál eða fötlun, svo sem:
flogaveiki, geðræn vandamál, ofneyslu áfengis eða fýkni-
efna, o.fl.
í töflu I eru taldir upp þeir hópar barna, sem við teljum vera í
hættu um það að fá miðtaugakerfisskemmdir. Varðandi fyrir-
bura, þ.e.a.s. lið 1, er rétt að taka fram að nú á tímum er skil-
greiningin á því hvenær barn fæðist fyrir timann ekki eingöngu
miðað við þyngdina, heldur meðgöngulengdina.
Sé meðgöngulengdin skemmri en fullar 37 vikur, reiknast
nýburinn vera fyrirburi. Það getur hins vegar vel komið fyrir að
fyrirburar, sem eru fæddir eftir 35—37 vikna meðgöngu séu mjög
vel á sig komnir og vegið allt að 3 kg. Það er því ekki endilega víst
að barn lendi i þessum áhættuhópi, þótt það fæðist nokkrum
vikum fyrir tímann. Það þykir hins vegar nokkuð ljóst að fyrir-
buri, sem er veikur og ekki getur horfið til heimahúsa með móður
sinni, þegar hún útskrifast af spítalanum eftir fæðinguna, sé í
mun meiri hættu um taugakerfisskemmdir heldur en fullburða
barn.
Helstu hættur, sem steðja að fyrirburum, er öndunarörðugleik-
ar, sýkingar, metaboliskar truflanir og síðast en ekki síst vanda-
mál við að nærast.
Liður 2 fjallar um léttbura, þ.e.a.s. börn, sem eru minni en eðli-
legt er miðað við lengd meðgöngunnar. Sé talað um fullburða
barn, telst barnið vera léttburi eða lítið miðað við meðgöngu-
lengd, ef það er léttara en eða jafnt og 2.600 gr. Fyrirburar geta að
sjálfsögðu einnig verið litlir miðað við lengd meðgöngu. Börn
fæðast léttburar vegna þess að til þeirra oerst ekki eðlilega
mikil næring um fylgju móðurinnar. Þessi næringarskortur getur
orðið svo slæmur að vefir líkamans nái ekki að þroskast og bein-