Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1983, Page 7

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1983, Page 7
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 7 línis verði fyrir svelti. Ef taugakerfið verður fyrir þessu svelti er hætta á varanlegum skemmdum. Liður 3 fjallar um skilgreiningu á súrefnsskorti við fæðinguna. Apgarstig eru gefin við 1 og 5 mín. til þess að meta ástand nýbur- ans, og gera sér þannig grein fyrir því hvort hann hefur lent i marktækum súrefnisskorti í fæðingunni. Eins og kunnugt er þá er einkunnaskalinn i Apgar matinu frá 0—10. Oft er það svo að börnin láta lítilsháttar á sjá alveg fyrst eftir fæðinguna, en þau eru yfirleitt mjög fljót að ná sér. Þannig getur verið að nýburi sé blár á litinn og slappur nákvæmlega 1 mín. eftir fæðinguna, en nái sér svo fullkomlega á næstu 2—3 mínútunum, og 5 mín. gamall sé hann orðinn fullkomlega eðlilegur. Er þá talið að ekki hafi orðið marktækur súrefnisskortur. Ef nýburinn hins vegar nær sér ekki á fyrstu 5 mínútunum er talið nokkuð öruggt að hann hafi orðið fyrir marktækum súrefnisskorti, sem þá aftur geti valdið mið- taugakerfisskemmdum, sem verða óbætanlegar. Ef maður leggur saman 1 min. Apgar og 5 mín. Apgar hjá hverju barni og fær samanlagt minna eða jafnt og 10, teljum við að nýburinn hafi lent í svo miklum súrefnisskorti í fæðingunni að hætta sé á skemmd- um. Liður 4 á töflunni fjallar um vansköpuð börn. Vanskapnaðir á börnum geta verið mjög margvíslegir, allt frá því að vera mjög smávægilegir upp í það að vera svo slæmir að börnin geta ekki lif- að. Það verður því alltaf mat þess, sem útskrifar barn frá fæðingarstofnun, eða skoðar barn fyrst eftir fæðinguna, hvort vanskapnaður þess er svo mikill að hann geti orðið þroskaferli barnsins til trafala. Liður 5 fjallar um nýbura sem eru veikir. Átt er við fullburða börn, jafnt sem fyrirbura. Börn, sem fá lágan blóðsykur, krampa eða heilahimnubólgu á fyrstu dögum lífsins, eru i töluverðri hættu á því að ná sér aldrei fullkomlega eftir veikindin. Ef sýking eins og t.d. rauðir hundar eða sárasótt kemur fyrir á fósturskeiði geta orðið, eins og alþekkt er, varanlegir skaðar á fóstrinu. Börn, sem þurfa öndunarhjálpar við vegna lungnasjúkdóma eða annarra sjúkdóma á fyrstu dögum eða vikum lifsins, eru ætíð í hættu á því að verða fyrir skemmdum. Enda þótt blóðskipti séu tiltölulega auðveld aðgerð, þá skyldi aldrei vanmetin áhættan, sem í aðgerð- inni er fólgin og einnig hættan, sem felst í þvi að hafa mikið af

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.