Ljósmæðrablaðið

Ukioqatigiit

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1983, Qupperneq 8

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1983, Qupperneq 8
8 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ galllitarefnum í blóðvökva sínum. Það er því fyllsta ástæða til þess að gefa þessum börnum gætur á fyrstu árum lífsins. í 6. lið er fjallað um börn, sem vegna ytri aðstæðna og lélegra heimilishaga, fá ekki þá umhyggju eða hvatningu, sem nauðsyn- leg er hverju barni til þess að ná þroska, sem það hefur meðfædda eiginleika til. Það'er ætíð nokkuð erfitt að skilgreina nákvæmlega eða finna nákvæmlega út þær fjölskyldur eða þær mæður, sem reynast óhæfar til að annast börnin, en að sjálfsögðu væri hægt að gera mikið gagn með því að finna þessar fjölskyldur, fylgjast með þeim og gefa þeim hjálp, bæði félagslega, læknisfræðilega og andlega, eftir þvi sem þörf er á. Tvímælalaust mætti með þeim hætti koma í veg fyrir margan vanda síðar meir á Iífsleiðinni. Rétt er að benda sérstaklega á neyslu áfengis á meðgöngutíma. Á síðasta áratug eða svo hefir athygli manna beinst að þessu og er nú ljóst orðið að áfengisneysla á meðgöngutíma getur valdið fósturskemmdum. Framkvæmd eftirlitsins TAFLA II 3 mán. Skoðun í göngudeild 6 — Skoðun í göngudeild 10 — Skoðun i göngudeild 16 — Skoðun í göngudeild 24 — Útskrift — Ákvörðun um framhald Á töflu II gefur að líta áætlun okkar um framkvæmd eftir- litsins. Við teljum okkur ekki hafa aðstæður né tíma til þess að fylgja hverju barni eftir lengur en tvö fyrstu ár ævinnar. Við teljum hins vegar að á þeim tima verði komin i ljós einkenni um að barn hafi orðið fyrir meiri háttar varanlegum skaða og þess vegna verði hægt að finna á þessum tveim fyrstu árum, öll börn, sem eigi við skerta þroskamöguleika að glíma vegna meðfæddra galla eða skemmda við burðarmál. Þess ber þó að geta að skert tal getur komið fram síðar, svo og námsörðugleikar. Með skoðun á barninu og viðtali við foreldra gerum við okkur grein fyrir þroska barnsins. Við notum svokallaðan Denver þroskascala til viðmið-

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.