Ljósmæðrablaðið - 01.04.1983, Side 9
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ
9
unar. Denver þroskascali er unninn og staðlaður samkvæmt
þroska eðlilegra barna. Timasetning skoðana er valin samkvæmt
eðlilegum þroskaferli. Ef barn útskrifast af sjúkrahúsinu alheil-
brigt að þvi er virðist, er ákaflega ólíklegt að hægt sé að finna
nokkuð í fari þess, sem bendir til taugakerfisskemmda, fyrr en
barnið er orðið þriggja mánaða gamalt. Á næsta Vi árinu eða svo,
gerist hins vegar geysilega margt i þroskaferli barns og Ieggjum
við áherslu á þéttar skoðanir á þessum tíma. Heppilegast væri að
greina öll hreyfihömluð börn á þessum tíma.
Gróf heyrnarathugun fer nú fram á börnunum áður en þau út-
skrifast af sjúkrahúsinu eftir fæðingu. 16 mánaða barn á að vera
farið að ganga jafnvel þótt það sé svolítið seinþroska. Vægustu
miðtaugakerfisskemmdir, sem við rekumst á eftir súrefnisskort
við burðarmál, koma oft fram i skertri eða truflaðri taugastarf-
semi í fótum. Það er því ágætur tími að skoða barn nokkru áður
en það verður eins og hálfs árs, með tilliti til þess að leita að
skemmdum.
Tveggja ára barn á að vera byrjað á því að gera sig skiljanlegt
með tali. Talkennarar telja hins vegar að ekki sé endilega sjúklegt
þótt orðaforði og tal sé takmarkað á þeim tíma.
Lokaorð
í þessu stutta erindi hefur ekki verið gerð grein fyrir því, hvað
verður um þá einstaklinga, sem finnast skemmdir eftir þessari leit,
sem lýst hefur verið.
Við höfum hins vegar haft samvinnu við sérfræðinga Grein-
ingardeildar Öskjuhlíðarskóla varðandi uppbyggingu á þessu
göngudeildareftirliti okkar, og með þeirra hjálp verður því komið
svo fyrir að þessir einstaklingar, sem finnast skemmdir, fái bestu
þjónustu og þjálfun, sem völ er á hér á landi.
Til stóð i upphafi, og reyndar ennþá, að nánari athugun ýmissa
sérfræðinga færi fram á barninu við tveggja ára aldurinn. Var
ætlunin að sú athugun yrði á vegum Göngudeildar Öskjuhliðar-
skóla.