Ljósmæðrablaðið

Ukioqatigiit

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1983, Qupperneq 10

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1983, Qupperneq 10
10 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ JÓN HILMAR ALFREÐSSON, læknir Kvennadeild Landspítalans Gjörgæsla í fæöingu Erindi flutt á ráöstefnu um mæðravernd og nýburaþjónustu í maí ’82 Það sem einkum og sér í lagi einkennir fæðingu á nútíma fæðingarstofnun er gjörgæsla. Gjörgæslu-hugtakið í læknisfræði (intensive care) kemur fram eftir miðja þessa öld og um 1960 eru víða komnar gjörgæsludeildir á sjúkrahúsum í tengslum við skurðdeildir. Síðar komu gjörgæsludeildir fyrir hjartasjúklinga o.fl. Gjörgæsla er eins og nafnið bendir til, fólgin í nánu eftirliti með ástandi sjúklings og aðgerðum til að leiðrétta skjótlega öll frávik frá hinu eðlilega. Þannig er fylgst með lífsmörkum, þ.e. líkams- hita, öndun, hjartsláttartíðni, og blóðþrýstingi, en einnig annarri líkamsstarfsemi, eins og við á í hverju tilfelli. Gjörgæsla í fæðingu er tviþætt, fylgjast skal með ástandi móður og barns. Hjá móðurinni er mikilvægt að fylgjast með lifs- mörkum, en einnig hríðunum, styrkleika þeirra og tíðni, svo og útvíkkun leghálsins. Hjá barninu er fyrst og fremst gætt að hjart- slætti og í vissum tilvikum að sýrustigi (pH). Hugtak nátengt gjörgæslu er monitor. Þar vantar gott íslenskt heiti. Orðið mun úr latínu og merkir sá er minnir á eða varar við. Við notum orðið monitor fyrir athugun á einhverju ákveðnu fyrir- bæri, sem er endurtekin í sífellu með vissu millibili eða gerð sam- fellt. Þannig má monitora í fæðingu hjartslátt fóstursins og hríðar móðurinnar.

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.