Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1983, Síða 24

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1983, Síða 24
24 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ HALLA HALLDÓRSDÓTTIR, Ijósmóöir/hjúkrunarfr.: Foreldrafræðsla Eftirfarandi erindi hélt Halla á ráðstefnunni, sem haldin var í maí á síöasta ári, og sýndi með því litskyggnur, sem við vonum að komist vel til skila hér, þó munnlegar skýringar vanti. Hvað er foreldrafræðsla? Foreldrafræðsla er sú fræðsla sem veitt er verðandi foreldrum og takið eftir, báðum foreldrum, ekki viljum við kalla þetta mæðrafræðslu. Hvar á foreldrafræðsla að fara fram? í fyrsta lagi í mæðraskoðun, þar fær verðandi móðir fræðslu frá ljósmóður, lækni, heilsugæsluhjúkrunarfræðingi og jafnvel félagsráðgjafa, sjúkraþjálfara og sálfræðingi. Þá ættu verðandi feður að fá tækifæri og möguleika á að koma einnig, og þyrfti að auka skilning vinnuveitenda á því að faðirinn á ekki einungis að vera viðstaddur getnaðinn og fæðinguna, heldur þarf hann líka að fá ýmsa fræðslu til að vera betur búinn undir fæðingu barnsins eftir fæðinguna en ekki eingöngu vera áhorfandi. í öðru lagi á foreldrafræðsla að fara fram á fæðingarstofnun- um, það er sú fræðsla sem veitt er báðum foreldrum i sængurleg- unni, og hugsa um andlegan stuðning við móður og föður og e.t.v. önnur börn þeirra. Er þessi fræðsla að mestu í höndum ljós- móður, fæðingarlæknis og barnalæknis, koma þó oft margir aðrir sérfræðingahópar inn í myndina. í þriðja lagi á foreldrafræðsla að fara fram í ungbarnaeftirliti, bæði þegar heilsugæsluhjúkrunarfræðingur kemur heim og einnig er farið er með barnið í eftirlit, þá þarf fræðslan einnig að beinast til og um foreldrana sjálfa, eins og um barnið. Síðast en ekki síst, fer foreldrafræðsla fram í námskeiðum fyrir verðandi foreldra, mun ég fara nánar út í það siðar.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.