Ljósmæðrablaðið - 01.04.1983, Síða 31
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ
31
Rök voru færð fyrir því að aldrei hafi verið tekið tillit til þeirra
breytinga sem orðið hafa á námi ljósmæðra á undanförnum
árum.
T.d. var bóklegt nám við skólann áður 606—608 stundir en er
nú 968 stundir, þ.e. aukning um tæplega 60%. Einnig var Iátið
koma fram á þessum fundi að ljósmæður hefðu ekki en gripið til
uppsagna og á það var jafnframt bent að það hlyti að koma að
því, ef ekki yrði tekið tillit til jafnréttiskrafna félagsins.
Félagsfundur var síðan haldinn 15. mars ’82 og gerði þar for-
maður kjaranefndar Gróa Margrét Jónsdóttir grein fyrir gangi
mála.
Miklar umræður urðu og tóku þar margar ljósmæður til máls .
Þar kom fram að mikil óánægja ríkir meðal ljósmæðra vegna
seinagangs í sér-kjarasamningum félagsins.
Ljósmæður hafa frá aldaöðli verið mikil láglaunastétt, og er
þolinmæði þeirra nú á þrotum og þær orðnar langþreyttar á skiln-
ingsleysi stjórnvalda á því vanmati sem er á störfum þeirra, sem
eru óumdeilanlega jafnmikilvæg og annarra heilbrigðisstétta, þó
vægt sé til orða tekið.
Á fundinum kom fram svohljóðandi tillaga sem var samþykkt
samhljóða.
„Fundur í Ljósmœðrafélagi Islands haldinn 15. mars
‘82 hvetur allar starfandi Ljósmæður innan Ljós-
mœðrafélags Islands að segja upp störfum til að knýja
á um bœtt kjör.
Úrskurður úr kjaranefnd kom síðan þann 1. apríl ’82:
ÚRSKURÐUR KJARANEFNDAR
skv. lögum nr. 29/1976 um sérkjarasamning
Ljósmæðrafélags íslands
og
fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs
frá 1. janúar 1982.
1. Röðun í launaflokka.
Ll. Störfum ljósmæðra, sem vinna hjá ríkinu eða stofnunum þess, og
þeirra, sem skipaðar eru í umdæmi skv. ljósmæðralögum nr.