Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.05.1990, Blaðsíða 7

Ljósmæðrablaðið - 01.05.1990, Blaðsíða 7
■ & 22. alheimsþing ljósmæðra Ljósmæðrafélagi íslands hefur borist borðsbréf og bæklingur vegna 22. alheimsþings Alþjóðasambands Ljós- mæðra — ICM — sem haldið verður í Kobe í Japan 7. —12. október n.k. Upplýsingar um mögulega hópferð nor- rænna Ijósmæðra á þingið birtist ann- ars staðar í blaðinu. Hér á eftir verður stiklað á ýmsum atriðum úr kynningar- bæklingi. Röð efnis verður haldið að mestu óbreyttri en það stytt nokkuð. Heimboð Gestgjafar þingsins verða Félag Hjúkrunarfræðinga í Japan (FHJ) og Ljósmæðrafélag Japans (LJ). Und- irbúningsnefnd þingsins er skipuð jap- önskum ljósmæðrum undir stjórn Simiko Maehara forseta ICM. Yukiko Arita forseti FHJ og Takaho Ito forseti LJ undirrita heimboðið sameiginlega °S segja m.a. ,,Saga ljósmæðramenntunar í Jap- an nær yfir meira en 110 ára tímabil. Japanskar ljósmæður hafa fyrir löngu áunnið sér tiltrú almennings fyrir heill- adrjúgt framlag til mæðra- og barna- verndar. Þess vegna er það okkur tilhlökkunarefni að ljósmæður frá öll- um heimshornum safnist saman til að fræðast um nýjungar í ljósmæðrafræð- um til þess að verða hæfari að sinna sí- breytilegri þörf mannfólksins fyrir heilsugæslu og þá sérstaklega þörf mæðra og barna. Þá má segja að þetta þing verði tímabært innlegg í þá um- ræðu víða um heim að auka og bæta þurfi heilsuvernd mæðra og barna. Október er mjög áhugaverður tími í Japan. Haustlitir himins og jarðar eru heillandi og munu freista til ferðalaga upp í fjöllin til að skoða hveri, njóta náttúrunnar og smakka á japönskum réttum. Misstu ekki af þessu tækifæri til þátt- töku í mikilvægu starfi stéttarinnar og til að kynnast einlægri japanskri gest- risni.“ Avarp forseta ICM ,,Mér sem forseta Alþjóðasambands ljósmæðra er það sönn ánægja að bjóða til alheimsþings ICM sem í fyrsta sinn verður haldið í þessum heimshluta. ___________________________________ 5 ljósmæðrablaðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.