Ljósmæðrablaðið - 01.05.1990, Blaðsíða 7
■
&
22. alheimsþing ljósmæðra
Ljósmæðrafélagi íslands hefur borist
borðsbréf og bæklingur vegna 22.
alheimsþings Alþjóðasambands Ljós-
mæðra — ICM — sem haldið verður í
Kobe í Japan 7. —12. október n.k.
Upplýsingar um mögulega hópferð nor-
rænna Ijósmæðra á þingið birtist ann-
ars staðar í blaðinu. Hér á eftir verður
stiklað á ýmsum atriðum úr kynningar-
bæklingi. Röð efnis verður haldið að
mestu óbreyttri en það stytt nokkuð.
Heimboð
Gestgjafar þingsins verða Félag
Hjúkrunarfræðinga í Japan (FHJ) og
Ljósmæðrafélag Japans (LJ). Und-
irbúningsnefnd þingsins er skipuð jap-
önskum ljósmæðrum undir stjórn
Simiko Maehara forseta ICM. Yukiko
Arita forseti FHJ og Takaho Ito forseti
LJ undirrita heimboðið sameiginlega
°S segja m.a.
,,Saga ljósmæðramenntunar í Jap-
an nær yfir meira en 110 ára tímabil.
Japanskar ljósmæður hafa fyrir löngu
áunnið sér tiltrú almennings fyrir heill-
adrjúgt framlag til mæðra- og barna-
verndar. Þess vegna er það okkur
tilhlökkunarefni að ljósmæður frá öll-
um heimshornum safnist saman til að
fræðast um nýjungar í ljósmæðrafræð-
um til þess að verða hæfari að sinna sí-
breytilegri þörf mannfólksins fyrir
heilsugæslu og þá sérstaklega þörf
mæðra og barna. Þá má segja að þetta
þing verði tímabært innlegg í þá um-
ræðu víða um heim að auka og bæta
þurfi heilsuvernd mæðra og barna.
Október er mjög áhugaverður tími í
Japan. Haustlitir himins og jarðar eru
heillandi og munu freista til ferðalaga
upp í fjöllin til að skoða hveri, njóta
náttúrunnar og smakka á japönskum
réttum.
Misstu ekki af þessu tækifæri til þátt-
töku í mikilvægu starfi stéttarinnar og
til að kynnast einlægri japanskri gest-
risni.“
Avarp forseta ICM
,,Mér sem forseta Alþjóðasambands
ljósmæðra er það sönn ánægja að
bjóða til alheimsþings ICM sem í fyrsta
sinn verður haldið í þessum heimshluta.
___________________________________ 5
ljósmæðrablaðið