Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.05.1990, Síða 11

Ljósmæðrablaðið - 01.05.1990, Síða 11
Tákn: Stofnun: Gestir: PV-1 Fæðingarheimili Ohira 15 PV-2 Fæðingarheimili Iwatsu 15 PV-3 Fæðingarheimili Uno 15 PV-4 Borgarsjúkrahús Kobe (Ekkert fargjald) 50 PV-5 Heilsugæsla og rannsóknarstofnun fyrir mæður og börn í Osaka 45 PV-6 Héraðsljósmæðraskólinn í Osaka 30 PV-7 Hjúkrunar- og ljósmæðraskóli Landspítalans í Osaka 15 PV-8 St. Barnabas ljósmæðraskólinn 25 Hátíðarhöld Setningarathöfn Þingið verður sett sunnudaginn 7. október kl. 14.30 við hátíðlega athöfn í Sýningarhöllinni. Keisaranum verður boðið að vera viðstaddur setninguna. Æskilegt er að þingfulltrúar klæðist þjóðbúningum. Setningarfagnaður Eftir setningu þingsins verður efnt til fagnaðar í Sýningarhöllinni og hefst hann kl. 17.00 þann 7. október. Þar verða hefðbundin japönsk skemmtiat- riði undir veisluborðum. Japanskt kvöld Fimmtudaginn 11. október kl. 17.30 verður efnt til japansks kvölds í Shimin Hiroba (í almenningsgarði framan við Ráðstefnumiðstöðina). Þar gefst þingfulltrúum kostur á að taka þátt í japanskri haustgleði. Þar verður hynnt blómaskreytingarlist, tedrykkju- siðir og japönsk ritlist. Léttar veitingar verða á boðstólum. UÓSMÆÐRABLAÐIÐ ____________________ Þingslit Þingslit fara fram föstudaginn 12. október kl. 11.00 í Sýningarhöllinni. Þar verður lýst kjöri nýs forseta ICM. Heimsókn á japönsk heimili Ferðaskrifstofa Kobe mun skipu- leggja heimsóknir á japönsk heimili. Þeir sem vilja fara í slíka heimsókn gefi það til kynna á umsóknareyðublaðinu. Dagskrá fyrir förunauta Förunautum þingfulltrúa gefst kostur á dagsferð til Kyoto þriðjudaginn 9. október.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.