Ljósmæðrablaðið - 01.05.1990, Page 16
Ferð á alheimsþing Ijósmæðra
Ferðaskrifstofan ADMINISTRATI-
ONSERVICE ANS hefur að beiðni
Norska Ljósmæðrafélagsins skipulagt
hópferð norrænna ljósmæðra á al-
heimsþing ljósmæðra (ICM) í Kobe í
Japan nú í haust með viðkomu í Thæ-
landi. Eftirfarandi er unnið upp úr
þeim gögnum sem blaðinu hefur borist
um málið.
Boðið er upp á þrjá pakka. Sá fyrsti
felur í sér 14 daga ferð um Thæland og
10 daga dvöl í Japan. Annar pakkinn
er einkum ætlaður förunautum ljós-
mæðra í Thælandsför sem ekki vilja
fara til Japan. Þriðji pakkinn er síðan
12 daga ferð til Japan í tengslum við
þingið. Drög að ferðatilhögun fylgir hér
á eftir.
Verð pakkanna miðast við brottför
frá Osló, Stokkhólmi, Helsingfors eða
Kaupmannahöfn, en þar verður safn-
að saman til flugs til Bangkok. Islensk-
ar ljósmæður og förunautar þeirra
yrðu því að sjá sér fyrir fari til Kaup-
mannahafnar á eigin kostnað til viðbót-
ar við eftirfarandi. I verðum er fólgin
allar flugferðir, hópferðir og flutningar
milli flugvalla og hótela erlendis, fæði í
flugferðum og hótelgisting í fyrstaflokks
hótelum með morgunverði. Undanskil-
inn kostnaður er hugsanlegur orlofs-
skattur, ferðatrygging og ferðarofs-
trygging. Verðin á verðlagi 1989 í
norskum krónum eru sýnd í meðfylgj-
andi töflu. Fyrirvarar eru um verðbreyt-
ingar þegar verðskrár 1990 líta
dagsins ljós, svo og gengisbreytingar
og óhjákvæmilegar breytingar á ferða-
áætlun.
14 ___________________________________
Verð á einstakling í einbýli
Pakki 1 (Alt. 1) NOK 25.300
Pakki 2 (Alt. 2) NOK 13.500
Pakki 3 (Alt. 3) NOK 19.500
/ tvíbýli
NOK 23.100
NOK 12.500
NOK 18.500
1 NOK = 9,32 kr. 9. febrúar 1990.
Til viðbótar kemur flugfar fram og til
baka til Kaupmannahafnar og tilfall-
andi fæðiskostnaður og önnur ferðaút-
gjöld, sem ekki eru meðtalin.
Pakki 1 og 2, ferðalýsing
22.09.90:
Safnast saman í Kaupmannahöfn. Flog-
ið með Thai International Airways til
Bangkok. Viðurgerningur um borð er
innifalinn og hefst með hádegisverði
skömmu eftir brottför frá Kaup-
mannahöfn.
23.09.90:
Morgunverður í flugvélinni skömmu fyr-
ir komu til Bangkok. Lent á flugvellin-
um þar um kl. 07.15 að staðartíma.
Tímamunur frá Reykjavík -I- 8 klt. Sam-
anlagður flugtími 10—12 klt. Eftir
vegabréfa- og tollskoðun er flogið
áfram til Chiang Mai í Norður-Thæ-
landi þar sem hótelherbergi bíða
ferðalanga.
I—IÓSMÆÐRABLAÐ1Ð