Ljósmæðrablaðið

Ukioqatigiit

Ljósmæðrablaðið - 01.05.1990, Qupperneq 17

Ljósmæðrablaðið - 01.05.1990, Qupperneq 17
24.09.90: Að loknum morgunverði er haldið með langferðabíl til Fang og Thatorn. A leiðinni verður staldrað við til að horfa á fíla að störfum. Þá verður stigið um borð í bát og haldið í 5 klt. ævin- týrasiglingu á ánni Kok alla leið til Chiang Rai. Kvöldverður verður fram- reiddur á hótelinu og þar verður gist til næsta morguns. 25.09.90: Eftir morgunverð er haldið upp í fjalla- þorp. Þaðan er farið til bæjarins Maess- ai við landamærin til Burma, Chiang Sen og „Gullna þríhyrningsins“. Há- degisverður er innifalinn og eflaust bíð- ur kvöldverður á hótelinu. 26.09.90: Eftir morgunverð er ekið með lang- ferðabíl aftur til Chiang Mai. Eftirmið- dagur er til frjálsra afnota. Um kvöldið gefst kostur á þátttöku í þjóðlegum thæ- lenskum „Khan Tok“-kvöldverði. Þar munu innfæddir listamenn standa fyrir fjölbreyttum og litskrúðugum skemmti- atriðum. 27.09.90: Eftir morgunverð er stutt ferð til Doi Suthep. Eftir það ríkir frjálsræði þar til lagt verður af stað til Bangkok. Frá Bangkok verður fljótlega lagt upp á ný, í þetta sinn til Cha-Am, glæsilegrar bað- strandar, en þangað verður komið um kvöldið. 28.-30.09.90: Sólböð og baðstrandarlíf í Cha-Am. ljósmæðrablaðið ____________________ 01.10.90: Ferðast aftur til Bangkok og komið sér fyrir á hóteli. Kvöldið til frjálsra afnota. 02.10.90: Eftir morgunverð er farið í heilsdags- ferð til markaðarins fljótandi í Damn- ern Saduak. Staldrað verður við í hof- bænum Nakorn Pathom, sest niður til hádegisverðar og lykkja lögð á leiðina í Rose Garden til að horfa á Thai Village sýningu. Komið er aftur á hótelið snemma kvölds. 03.10.90: Eftir morgunverð er skoðunarferð í Grand Palace og Búdda-musteri (Temple of The Emerald Buddha). Hér kemst maður í snertingu við hina stórbrotnu thælensku menningu. Um kvöldið verður siglt um síki Bangkok. 04.10.90: Dagur til frjálsra afnota. 05.10.90: Morguninn er til frjálsra afnota fram til þess er haldið verður út á flugvöll. Hér skilja leiðir. Ljósmæður og þeir föru- nautar sem halda áfram til Japan fljúga til Osaka og aka þaðan með langferða- bíl til hótelsins í Kobe. Aðrir förunautar fljúga til baka til Kaupmannahafnar. 06.-12.10.90: Alheimsþing ljósmæðra í Kobe. Hótel- gisting með morgunverði er innifalin í pakkanum. _________________________________ 15

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.