Ljósmæðrablaðið - 01.05.1990, Side 22
frumur á hverri mínútu. Fullmótaður er
heilinn líffæri, sem er samansettur af
100 miljörðum taugafruma og 1000 bil-
jónum rétt samansettra tengileiða.
Sennilega líða nokkur ár frá fæðingu
þar til gerð heilabrauta og samtenginga
er að fullu lokið. Bent hefur verið á að
þessar mörgu tengingar heilafruma hjá
barninu geri það að verkum að það á
svo auðvelt með að tengja saman sem
raun ber vitni og á jafnframt erfitt með
að einbeita sér að einum hlut i einu.
Hvað snýr upp?
Um það bil tveimur mánuðum eftir
frjóvgun hefur fóstrið tekið á sig
mannsmynd og lifir sjálfstæðu lífi. Það
svamlar um i þyngdarlausu ástandi í
volgu legvatninu og veit ekki hvað snýr
upp og hvað snýr niður. Það virðist geta
orðið sjóveikt ef mamman hoppar,
snýr sér í hringi eða rólar sér. Jafnvæg-
isliffærið þroskast vissulega snemma
frá líffræðilegu sjónarmiði séð, en virk-
ar greinilega ekki fyrr en eftir fæð-
inguna.
Sennilega sefur fóstrið að mestu og
þá aðallega draumsvefni. I þessum
draumsvefni andar fóstrið, grettir sig
og hreyfir. Þvi þroskaðra sem fóstrið
verður, þeim mun meira sefur það
værum svefni þar sem það hreyfir sig lít-
ið og andar með löngu millibili. Þessi
tímabil verða lengri og lengri fyrirbæri
dagana fyrir fæðingu og margir vís-
indamenn velta þessu fyrirbæri fyrir
sér. Hvaða þættir eru það sem hafa
áhrif á öndun fóstursins? Svarið við
þeirri spurningu er áhugavert þar sem
börn fædd fyrir tímann gleyma oft að
anda. Jafnvel eldri börn, 2—4 mán-
20 _________________________________
aða, geta gleymt að anda og deyja s.k.
vöggudauða. Flest allar þessar upplýs-
ingar um svefnvenjur fósturs eru
byggðar á rannsóknum á dýrum.
Hávaði og sársauki
Fóstrið lifir ekki i þögulum heimi,
því í raun er oft mjög hávaðasamt þarna
inni. Hljóð myndast við þarmahreyfing-
ar móður svo og hjartslátt hennar. Hið
nýfædda barn á því að geta sofið án
sérstakrar einangrunar. Einnig berast
hljóð utan frá og inn og margar mæður
taka eftir því að fóstrið bregst við mikl-
um utanaðkomandi hávaða. Við óm-
skoðun sést að fóstrið blikkar augunum,
þegar það verður fyrir miklum hávaða.
Nýverið hefur verið sýnt fram á það
að fóstur eru miklu viðkvæmari fyrir
sársauka en áður var haldið og virðast
vera viðkvæmari fyrir honum en full-
orðnir. Það hefur sýnt sig að fyrstu fóst-
urhreyfingarnar byrja u.þ.b. þegar
heilinn er nógu þroskaður til þess að
móttaka snertiskynjun. Er fætur og
hendur fóstursins snerta veggi legsins
leiðir það til taugaboða og fóstrið dreg-
ur að sér fót eða hönd. Þessar hreyfing-
ar eru nauðsynlegar til þess að
taugakerfi fóstursins geti þroskast.
Hreyfimynstur fósturs er næstum það
sama og hjá nýburum. Fóstrið sparkar,
baðar út höndunum, snýr höfðinu,
kinkar kolli, geyspar, sýgur puttann og
kyngir.
Þekking á sársaukaskyni fóstursins
er nauðsynleg, m.a. í sambandi við
skurðaðgerðir á fóstrum í móðurkviði,
sem við sjáum sennilega meira af í fram-
tiðinni.
________________ 1_IÓSMÆÐRABLAÐIÐ