Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - 01.05.1990, Side 23

Ljósmæðrablaðið - 01.05.1990, Side 23
Fæðingin Hvað er það sem kemur fæðingunni af stað? Við þessari spurningu hefur enn ekki fundist fullnægjandi svar. Vit- að er að það er barnið sjálft sem ákveð- ur hvenær það vill út en ekki móðirin. Ef til vill hefur móðirin áhrif á það hvenær sólarhringsins barnið fæðist —flestir virðast fæðast að nóttu til. Dag- setning fæðingar er hins vegar skráð í erfðamassa fóstursins. Fóstrið undirbýr komu sína vel í heiminn. Lungun þroskast kröftuglega í lok meðgöngu og barnið fæðist með sykurforða sem gerir því kleyft að lifa án næringar allra fyrstu sólarhringana áður en brjóstamjólkin er komin í fulla framleiðslu. Fóstrið myndar einnig s.k. brúna fitu sem er mjög æðaríkur vefur sem framleiðir hita/bruna. Þekkingin um upphaf lífsins gefur möguleika á að lengja það og bæta. Eftir stendur spurn- ingin um það hversu mikinn rétt við höfum á því að grípa þar inn í og stjórna. A th ugasemdir Reykjavík 29.01. 1990 __ Athugasemdir varðandi ritgerð: Ahrif líkamsræktar á móður, fóstur og útkomu meðgöngu, er birtist í ljós- mæðrablaðinu 3. tbl. 67. árg. 1989. Vilj- um við koma eftirfarandi leiðréttingum á framfæri. 1. Heimild númer tíu misritaðist í heim- ildaskrá. Rétt heimild er: B.G. Gunnlaugsdóttir, O. Axelsdóttir: Líkamsþjálfun og ergonomia tengd fæðingu, B.S. Verkefni H.í. 1984. 2. Einnig féll út texti að hluta með mynd á bls. 29. Réttur texti á að vera: Hné: yfirstrekkt, staðan ýtir undir framhalla mjaðmagrindar. 3. Að síðustu féll niður orð úr texta um sund á bls. 33, elleftu línu, en setn- ingin er rétt þannig: Baksund er heppilegra, ef því verður við komið, því það veldur litlu álagi á mjóbak. Guðrún Jakobsdóttir Rósa Þorsteinsdóttir • • 21 Ljósmæðrablaðið

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.